Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:15 Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun