Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 26. febrúar 2025 14:00 Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Þessi uppbygging markar tímamót og hefur sýnt hverus mikil aukning á lífsgæðum og ferðamöguleikum þetta er. En á sama tíma vaknar spurning: Af hverju er það breskt lággjaldaflugfélag sem rýfur einangrunina en ekki íslenskt? Þegar EasyJet hóf vetraráætlunarflug frá Akureyri til London í október 2023, var það stórt skref fyrir landshlutann. Nú í haust, aðeins ári síðar, hefur félagið aukið tíðni sína og bætt við áfangastaðnum Manchester. Áhrifin eru óumdeilanleg: Ferðaþjónusta á Norðurlandi blómstrar, heimamenn hafa betri aðgang að alþjóðaflugi og lífsgæði íbúa hafa stórbatnað. Þetta vekur spurningu sem við verðum að spyrja: Hvers vegna hefur Icelandair ekki gert slíkt hið sama? Ef það er hagkvæmt fyrir erlendan keppinaut að fljúga til Akureyrar, hvernig getur þjóðarflugfélagið okkar, ef svo má kalla, réttlætt þetta aðgerðaleysi? Það er enginn að krefjast daglegs flugs til Parísar, Berlínar og Rómar. En beint flug tvisvar í viku til Kaupmannahafnar væri til að mynda öflug breyting– bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Hugsum okkur að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar. Í dag þarf fólk utan að landi að keyra fjóra og hálfan tíma til Reykjavíkur, mögulega gista eina nótt, fljúga þaðan og lenda í sömu kröfu um fyrirhöfn á leiðinni til baka. Þetta er tímafrekt, kostnaðarsamt og gerir skyndiferðir nær ómögulegar. Og hvað með Norðlendinga sem búa erlendis? Að kíkja heim í skamman tíma er verkefni sem krefst umtalsverðrar skipulagningar. Það þarf að panta flug til Keflavíkur, glíma við óþjálar samgöngir til og frá Kefalvík og svo mögulega greiða jafn mikið fyrir flugið norður og fyrir alþjóðaflugið sjálft. Þetta er kerfi sem vinnur gegn bæði heimförum Íslendinga og komum erlendra ferðamanna til Norðurlands. Þetta er einfaldlega ekki í takt við nútímann. Icelandair hefur stundum varið afstöðu sína með því að segja að slíkar ferðir væru óhagkvæmar eða umhverfislega óskynsamlegar. En þær röksemdir standast ekki skoðun. Það þarf ekki að senda tómar vélar norður til að halda úti millilandaflugi frá Akureyri. Lausnirnar liggja í einfaldri leiðarsetningu: Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn til Akureyrar Frá Akureyri til Kaupmannahafnar Og loks frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur Sú lausn minnkar umhverfisáhrif, hámarkar nýtingu flugvéla og opnar Norðurland fyrir nýjum möguleikum. Það er ekki spurning um hvort eftirspurnin sé til staðar – hún er það. Spurningin er hvort Icelandair ætli sér að vera þjóðarflugfélag allra landsmanna, eða aðeins höfuðborgarsvæðisins. Það er kominn tími til að félagið stígi fram. Norðlendingar eiga betra skilið. Höfundur er nemandi við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Þessi uppbygging markar tímamót og hefur sýnt hverus mikil aukning á lífsgæðum og ferðamöguleikum þetta er. En á sama tíma vaknar spurning: Af hverju er það breskt lággjaldaflugfélag sem rýfur einangrunina en ekki íslenskt? Þegar EasyJet hóf vetraráætlunarflug frá Akureyri til London í október 2023, var það stórt skref fyrir landshlutann. Nú í haust, aðeins ári síðar, hefur félagið aukið tíðni sína og bætt við áfangastaðnum Manchester. Áhrifin eru óumdeilanleg: Ferðaþjónusta á Norðurlandi blómstrar, heimamenn hafa betri aðgang að alþjóðaflugi og lífsgæði íbúa hafa stórbatnað. Þetta vekur spurningu sem við verðum að spyrja: Hvers vegna hefur Icelandair ekki gert slíkt hið sama? Ef það er hagkvæmt fyrir erlendan keppinaut að fljúga til Akureyrar, hvernig getur þjóðarflugfélagið okkar, ef svo má kalla, réttlætt þetta aðgerðaleysi? Það er enginn að krefjast daglegs flugs til Parísar, Berlínar og Rómar. En beint flug tvisvar í viku til Kaupmannahafnar væri til að mynda öflug breyting– bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Hugsum okkur að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar. Í dag þarf fólk utan að landi að keyra fjóra og hálfan tíma til Reykjavíkur, mögulega gista eina nótt, fljúga þaðan og lenda í sömu kröfu um fyrirhöfn á leiðinni til baka. Þetta er tímafrekt, kostnaðarsamt og gerir skyndiferðir nær ómögulegar. Og hvað með Norðlendinga sem búa erlendis? Að kíkja heim í skamman tíma er verkefni sem krefst umtalsverðrar skipulagningar. Það þarf að panta flug til Keflavíkur, glíma við óþjálar samgöngir til og frá Kefalvík og svo mögulega greiða jafn mikið fyrir flugið norður og fyrir alþjóðaflugið sjálft. Þetta er kerfi sem vinnur gegn bæði heimförum Íslendinga og komum erlendra ferðamanna til Norðurlands. Þetta er einfaldlega ekki í takt við nútímann. Icelandair hefur stundum varið afstöðu sína með því að segja að slíkar ferðir væru óhagkvæmar eða umhverfislega óskynsamlegar. En þær röksemdir standast ekki skoðun. Það þarf ekki að senda tómar vélar norður til að halda úti millilandaflugi frá Akureyri. Lausnirnar liggja í einfaldri leiðarsetningu: Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn til Akureyrar Frá Akureyri til Kaupmannahafnar Og loks frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur Sú lausn minnkar umhverfisáhrif, hámarkar nýtingu flugvéla og opnar Norðurland fyrir nýjum möguleikum. Það er ekki spurning um hvort eftirspurnin sé til staðar – hún er það. Spurningin er hvort Icelandair ætli sér að vera þjóðarflugfélag allra landsmanna, eða aðeins höfuðborgarsvæðisins. Það er kominn tími til að félagið stígi fram. Norðlendingar eiga betra skilið. Höfundur er nemandi við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun