Flugbrautin opnuð á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2025 18:31 Búið er að fella ásættanlegan fjölda trjáa og flugbrautin verður opnuð á ný á morgun. Vísir/Einar Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. Áttunda febrúar var brautinni lokað á meðan Reykjavíkurborg vann að því að fella tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu hindruðu öryggi flugumferðar um völlinn. Um fjórtán hundruð tré hafi vaxið upp í hindrunarfleti og ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak. Síðustu daga hefur Reykjavíkurborg unnið hörðum höndum að því að fella trén og um helgina var búið að fella fimm hundruð tré í hæsta forgangi. Eftir það framkvæmdi ISAVIA áhættumat og sendi tilkynningu á Samgöngustofu. „Tillögur og áhættumat ISAVIA var ágætlega ítarlegt um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla og rök fyrir því að áhættan væri ásættanleg. Við tókum það til skoðunar og erum búin að rýna gaumgæfilega í það. Við vorum að svara þeim að þetta yrði heimilað,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu. Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Samgöngustofu.Vísir/Stefán Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA geta flugmenn í sjúkraflugi byrjað að nota brautina á morgun, þó með ströngum skilyrðum. „Þessi forgangur eitt sem um er að ræða er í kringum miðlínu flugbrautar. Þá þarf flugi að vera stýrt inn á hana. Það eru kröfur um ákveðna afkastagetumælingar flugvéla varðandi það að brautin er styttri og sérstaka aðgát flugmanna. Þetta eru svona helstu atriði,“ segir Jón Gunnar. Borgin mun halda áfram að fella tré næstu vikur. „Ég held að við séum öll ánægð með að þetta sé að þróast í þessa átt. Það sem skiptir okkur mestu máli að flugöryggi sé tryggt. Við teljum að þessi tiltekna aðgerð núna sé þess eðlis að það sé hægt að leyfa þetta takmarkaða flug. Við væntum þess að áframhaldandi aðgerðir geri okkur kleift að opna brautina þegar það verður klárað,“ segir Jón Gunnar. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Tré Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Áttunda febrúar var brautinni lokað á meðan Reykjavíkurborg vann að því að fella tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu hindruðu öryggi flugumferðar um völlinn. Um fjórtán hundruð tré hafi vaxið upp í hindrunarfleti og ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak. Síðustu daga hefur Reykjavíkurborg unnið hörðum höndum að því að fella trén og um helgina var búið að fella fimm hundruð tré í hæsta forgangi. Eftir það framkvæmdi ISAVIA áhættumat og sendi tilkynningu á Samgöngustofu. „Tillögur og áhættumat ISAVIA var ágætlega ítarlegt um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla og rök fyrir því að áhættan væri ásættanleg. Við tókum það til skoðunar og erum búin að rýna gaumgæfilega í það. Við vorum að svara þeim að þetta yrði heimilað,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu. Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Samgöngustofu.Vísir/Stefán Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA geta flugmenn í sjúkraflugi byrjað að nota brautina á morgun, þó með ströngum skilyrðum. „Þessi forgangur eitt sem um er að ræða er í kringum miðlínu flugbrautar. Þá þarf flugi að vera stýrt inn á hana. Það eru kröfur um ákveðna afkastagetumælingar flugvéla varðandi það að brautin er styttri og sérstaka aðgát flugmanna. Þetta eru svona helstu atriði,“ segir Jón Gunnar. Borgin mun halda áfram að fella tré næstu vikur. „Ég held að við séum öll ánægð með að þetta sé að þróast í þessa átt. Það sem skiptir okkur mestu máli að flugöryggi sé tryggt. Við teljum að þessi tiltekna aðgerð núna sé þess eðlis að það sé hægt að leyfa þetta takmarkaða flug. Við væntum þess að áframhaldandi aðgerðir geri okkur kleift að opna brautina þegar það verður klárað,“ segir Jón Gunnar.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Tré Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira