Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 22:07 Lögfræðingur mótmælendanna veltir fyrir sér af hverju ummæli lögreglumanna hafi ekki komið fram í fyrri störfum eftirlitsnefndar. Þá spyr hann sig hvort unnið hafi verið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu. Vísir/Ívar Fannar Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19