Íslenski boltinn

Ís­firðingar fá há­vaxinn eistneskan fram­herja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vestri endaði í 10. sæti Bestu deildar karla á síðasta tímabili.
Vestri endaði í 10. sæti Bestu deildar karla á síðasta tímabili. vísir/anton

Vestri hefur samið við eistneska framherjann Kristoffer Grauberg Lepik. Hann mun leika með liðinu í Bestu deild karla í sumar.

Grauberg, sem er 24 ára, er fæddur í Svíþjóð en lék fyrir yngri landslið Eistlands og hefur verið í æfingahópi A-landsliðsins.

Hinn 197 sentímetra hái Grauberg lék síðast með Oddevold í sænsku B-deildinni. Honum tókst ekki að skora í átta deildarleikjum fyrir liðið.

Grauberg er væntanlega ætlað að fylla skarð Andra Rúnars Bjarnasonar hjá Vestra. Hann var markahæsti leikmaður liðsins í fyrra og átti stóran þátt í að það hélt sér í Bestu deildinni. Andri Rúnar fór svo til Stjörnunnar í vetur.

Grauberg er uppalinn hjá Brommapojkarna en hefur einnig leikið með Nyköping, Akropolis, Notaresco Calcio, Hammarby og Karlstadt.

Vestri mætir Val á Hlíðarenda í 1. umferð Bestu deildarinnar sunnudaginn 6. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×