Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 07:47 Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar