Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. mars 2025 13:02 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins í sjö ár. Sjálfstæðisflokkurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. „Kæru Sjálfstæðismenn, tími alvörunnar er runninn upp. Tími þar sem leiðtogar þurfa að taka stórar ákvarðanir með hraði en fljótfærni getur verið banvæn. Tími þegar við þurfum að gæta sjálfstæði okkar en þurfum meira en nokkru sinni fyrr á samvinnu við aðrar þjóðir að halda. Tími þar sem þörf er á meiri stjórnmálum og minna af pólitík. Tími þar sem við þurfum að hafa það algjörlega á hreinu að frelsi og sjálfstæði er meira virði en allur heimsins auður,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá sagði hún Íslendinga gætu þurft að færa mikla fórnir fyrir frelsið þar sem forsenda frelsis væri friður. „Út um alla Evrópu standa vinir okkar frammi fyrir miklu ískyggilegri valkostum. Þá er ég ekki að tala um hetjur sem verja Úkraínu og ekki bara vini okkar í Eystrasaltsríkjunum sem óttast kúgunarvald Rússlands. Heldur líka okkar allra nánustu vini og félaga og fjölskyldu í alþjóðasamfélaginu, Danmörk, Norðmenn, Svía og sérstaklega Finna.“ Íslendingar séu heppnir að þurfa ekki að standa frammi fyrir þessum valkostum en þurfa samt sem áður að styðja vinaþjóðir sínar, líkt og þær myndu gera þyrftu Íslendingar á því að halda. Íslendingar þyrftu að vera verðugir bandamenn „Sjálfstæðisflokkurinn þarf meira en nokkru sinni fyrr að rísa undir formerki að vera akkeri í íslenskum stjórnmálum og íslensku samfélagi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir frelsi og hefur það að markmiði að veita manneskjunni ákvörðunarvald um sitt eigið frelsi. „Kæru vinir ég segi þetta með djúpri sorg í hjarta og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegs frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis, fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún varar flokksmenn við að láta ekki blekkjast en vonar að Bandaríkjamenn skipti um farveg þar sem þeir stefni í ranga átt. „Það er ekki gott fyrir heiminn, það er ekki gott fyrir Evrópu og ekki gott fyrir Ísland.“ Óbeit á kúgun sameiningartákn flokksins Tími og frelsi voru þemu í ræðu Þórdísar en hún hóf ræðuna á orðunum „tíminn líður og hann líður hratt.“ Það sé aðalmarkmið Sjálfstæðisflokksins að leyfa manneskjunni að ákveða að vera frjáls. Sameiningartákn flokksins sé óbeit á alls kyns kúgun „Ég verð ekkert oft reið en þegar ég horfi upp á tilraunir til að kúga fólk, steypa það í sama mót, skipta sér af einkalífi þeirra, reyna stjórna því hvað það hugsar, hvað það segir eða vera með meiningar um hvað það elskar þá brjálast ég,“ segir hún. Frelsið sé kjarninn, allt annað sé útfærsluatriði. „Megum við áfram vera raunverulega frjáls og halda áfram að njóta þeirra einstöku gæfu að búa í farsælu, öruggu og réttlátu samfélagi í þessu himneska landi sem við eigum öll saman,“ sagði Þórdís við lok ræðunnar Formaður flokksins verði loksins kona Þórdís sagðist einnig hafa lofað sér sjálfri að beita sér sem áhrifamanneskju að í forystu Sjálfstæðisflokksins yrði pláss fyrir margar sterkar konur. „Ég er stolt að hafa átt minn þátt í því að loksins, eftir 95 ár, er verið að kjósa konu sem formann Sjálfstæðisflokksins,“ sagði hún. Hún hafði þó alltaf séð sig sjálfa sem formann Sjálfstæðisflokksins. Þórdís var lengi orðuð við framboð og hafði áður sagt að ef Bjarni Benediktsson léti af embætti myndi hún bjóða sig fram. Hún tilkynnti hins vegar í lok janúar að hún myndi ekki bjóða sig fram. Bjarni Benediktsson tilkynnti í lok janúar að tími hans í stjórnmálum væri á enda. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru í framboði til formanns. Þess má geta að á sama tíma og Þórdís Kolbrún flutti kveðjuræðuna sína hélt Guðrún upp á viðburð í Þróttaraheimilinu fyrir stuðningsmenn sína. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sjá meira
„Kæru Sjálfstæðismenn, tími alvörunnar er runninn upp. Tími þar sem leiðtogar þurfa að taka stórar ákvarðanir með hraði en fljótfærni getur verið banvæn. Tími þegar við þurfum að gæta sjálfstæði okkar en þurfum meira en nokkru sinni fyrr á samvinnu við aðrar þjóðir að halda. Tími þar sem þörf er á meiri stjórnmálum og minna af pólitík. Tími þar sem við þurfum að hafa það algjörlega á hreinu að frelsi og sjálfstæði er meira virði en allur heimsins auður,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá sagði hún Íslendinga gætu þurft að færa mikla fórnir fyrir frelsið þar sem forsenda frelsis væri friður. „Út um alla Evrópu standa vinir okkar frammi fyrir miklu ískyggilegri valkostum. Þá er ég ekki að tala um hetjur sem verja Úkraínu og ekki bara vini okkar í Eystrasaltsríkjunum sem óttast kúgunarvald Rússlands. Heldur líka okkar allra nánustu vini og félaga og fjölskyldu í alþjóðasamfélaginu, Danmörk, Norðmenn, Svía og sérstaklega Finna.“ Íslendingar séu heppnir að þurfa ekki að standa frammi fyrir þessum valkostum en þurfa samt sem áður að styðja vinaþjóðir sínar, líkt og þær myndu gera þyrftu Íslendingar á því að halda. Íslendingar þyrftu að vera verðugir bandamenn „Sjálfstæðisflokkurinn þarf meira en nokkru sinni fyrr að rísa undir formerki að vera akkeri í íslenskum stjórnmálum og íslensku samfélagi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir frelsi og hefur það að markmiði að veita manneskjunni ákvörðunarvald um sitt eigið frelsi. „Kæru vinir ég segi þetta með djúpri sorg í hjarta og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegs frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis, fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún varar flokksmenn við að láta ekki blekkjast en vonar að Bandaríkjamenn skipti um farveg þar sem þeir stefni í ranga átt. „Það er ekki gott fyrir heiminn, það er ekki gott fyrir Evrópu og ekki gott fyrir Ísland.“ Óbeit á kúgun sameiningartákn flokksins Tími og frelsi voru þemu í ræðu Þórdísar en hún hóf ræðuna á orðunum „tíminn líður og hann líður hratt.“ Það sé aðalmarkmið Sjálfstæðisflokksins að leyfa manneskjunni að ákveða að vera frjáls. Sameiningartákn flokksins sé óbeit á alls kyns kúgun „Ég verð ekkert oft reið en þegar ég horfi upp á tilraunir til að kúga fólk, steypa það í sama mót, skipta sér af einkalífi þeirra, reyna stjórna því hvað það hugsar, hvað það segir eða vera með meiningar um hvað það elskar þá brjálast ég,“ segir hún. Frelsið sé kjarninn, allt annað sé útfærsluatriði. „Megum við áfram vera raunverulega frjáls og halda áfram að njóta þeirra einstöku gæfu að búa í farsælu, öruggu og réttlátu samfélagi í þessu himneska landi sem við eigum öll saman,“ sagði Þórdís við lok ræðunnar Formaður flokksins verði loksins kona Þórdís sagðist einnig hafa lofað sér sjálfri að beita sér sem áhrifamanneskju að í forystu Sjálfstæðisflokksins yrði pláss fyrir margar sterkar konur. „Ég er stolt að hafa átt minn þátt í því að loksins, eftir 95 ár, er verið að kjósa konu sem formann Sjálfstæðisflokksins,“ sagði hún. Hún hafði þó alltaf séð sig sjálfa sem formann Sjálfstæðisflokksins. Þórdís var lengi orðuð við framboð og hafði áður sagt að ef Bjarni Benediktsson léti af embætti myndi hún bjóða sig fram. Hún tilkynnti hins vegar í lok janúar að hún myndi ekki bjóða sig fram. Bjarni Benediktsson tilkynnti í lok janúar að tími hans í stjórnmálum væri á enda. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru í framboði til formanns. Þess má geta að á sama tíma og Þórdís Kolbrún flutti kveðjuræðuna sína hélt Guðrún upp á viðburð í Þróttaraheimilinu fyrir stuðningsmenn sína. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sjá meira
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10