„Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2025 18:26 Einar Jónsson íbygginn á svip á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson sagði mikla og góða uppbyggingu hafa átt sér stað hjá Fram síðustu árin. Að uppskera bikartitil væri stórkostlegt. Hann hrósaði félaginu í heild í hástert í viðtali við Vísi eftir leik. „Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“ Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Fleiri fréttir Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira
„Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“
Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Fleiri fréttir Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira