„Sigur er alltaf sigur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. mars 2025 14:07 Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar. „Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
„Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira