Fótbolti

Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistara­deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ancelotti var ekki sáttur.
Ancelotti var ekki sáttur. Jose Luis Contreras/Getty Images

Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir sína menn þurfa að vakna fyrir komandi leiki í Meistaradeild Evrópu.

Real Madríd mætir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun, þriðjudag.

Lærisveinar Ancelotti hituðu ekki beint vel upp fyrir stórleik vikunnar en þeir töpuðu gegn Real Betis í La Liga, efstu deild spænska boltans um helgina. Ancelotti er allt annað en sáttur og segir sína menn þurfa að vakna ef ekki á illa að fara.

„Ef við spilum svona er ljóst að vinnum ekki á þriðjudag. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Ítalinn reynslumikli.

„Vonandi vekur þessi leikur okkur upp. Við spiluðum ekki eins og við höfum gert í undanförnum leikjum.“

Leikur Real og Atlético hefst klukkan 20.00 á þriðjudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 19.50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×