Innlent

Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalar­nes

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Í ljós kom að nýlagt malbik var flughált og stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar.
Í ljós kom að nýlagt malbik var flughált og stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar. Vísir/Egill

Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara.

Í sérstakri viðvörun á vef Vegagerðarinnar er biðlað til ökumanna að aka varlega.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir haft einhverja viðveru þar sem vegurinn er næst flæðarmálinu. Honum hafi verið lokað á kafla og umferð beint um gamla Esjuveginn á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×