Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar 3. mars 2025 07:30 Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar