Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 08:31 Benoný Breki Andrésson fagnar öðru tveggja marka sinna gegn Blackpool um helgina. Getty/Ben Roberts Stjóri Stockport County var í skýjunum með unga Íslendinginn sinn um helgina. Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool og var hylltur með víkingaklappi. Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig. Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig.
Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira