Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 08:31 Benoný Breki Andrésson fagnar öðru tveggja marka sinna gegn Blackpool um helgina. Getty/Ben Roberts Stjóri Stockport County var í skýjunum með unga Íslendinginn sinn um helgina. Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool og var hylltur með víkingaklappi. Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira