Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar 3. mars 2025 22:33 Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Miðflokkurinn Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun