Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar 3. mars 2025 22:33 Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Miðflokkurinn Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun