Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar 4. mars 2025 10:00 Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina „nýtt“ frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Kílómetragjald Samgöngur Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina „nýtt“ frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun