Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 10:10 Hér má sjá tölvugerða mynd af fyrirhuguðu lóni. Laugarás lagoon Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að baðstaðurinn sé hannaður þannig að hann falli inn í landslagið og veiti gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verði tilkynnt með vorinu. Skóflustunga var tekin að baðlóninu í mars í fyrra og þá var vinnuheiti verkefnisins Árböðin. Fréttamaður okkar á Suðurlandi, Magnús Hlynur, var á svæðinu. Lokar Slippnum og opnar Ylju Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verði veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson muni fara fyrir. „Gísli Matt er einn af virtustu matreiðslumönnum landsins og hafa veitingastaðir hans, Slippurinn í Vestmannaeyjum og Skál í miðborg Reykjavíkur, borið hróður hans um allt land og út fyrir landsteinana. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.“ Gísli Matthías tilkynnti í lok síðasta árs að komandi sumarvertíð á Slippnum yrði sú hinsta. Hann hefur rekið staðinn ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 2012 við feykilega góðan orðstýr. Finna fyrir mikilli eftirvæntingu „Við hlökkum gríðarlega til að opna baðstaðinn fyrir gestum í sumar og bjóða fólk velkomið í fallega þorpið í Laugarási. Frá baðlóninu geta gestir notið staðarins í einstakri nálægð við náttúruna og sótt sér ferska matarupplifun úr nærsveitum á veitingastaðnum Ylju,“ er haft eftir Bryndísi Björnsdóttur. framkvæmdastjóra Laugaráss lagoon. Aðstandendur lónsins finni þegar fyrir mikilli eftirvæntingu fyrir baðstaðnum hér heima og erlendis sem sé virkilega ánægjulegt. „Við erum rétt að hefja kynningu á baðstaðnum og þeim töfrum sem hann hefur upp á að bjóða.“ Sundlaugar og baðlón Bláskógabyggð Veitingastaðir Ferðaþjónusta Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að baðstaðurinn sé hannaður þannig að hann falli inn í landslagið og veiti gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verði tilkynnt með vorinu. Skóflustunga var tekin að baðlóninu í mars í fyrra og þá var vinnuheiti verkefnisins Árböðin. Fréttamaður okkar á Suðurlandi, Magnús Hlynur, var á svæðinu. Lokar Slippnum og opnar Ylju Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verði veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson muni fara fyrir. „Gísli Matt er einn af virtustu matreiðslumönnum landsins og hafa veitingastaðir hans, Slippurinn í Vestmannaeyjum og Skál í miðborg Reykjavíkur, borið hróður hans um allt land og út fyrir landsteinana. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.“ Gísli Matthías tilkynnti í lok síðasta árs að komandi sumarvertíð á Slippnum yrði sú hinsta. Hann hefur rekið staðinn ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 2012 við feykilega góðan orðstýr. Finna fyrir mikilli eftirvæntingu „Við hlökkum gríðarlega til að opna baðstaðinn fyrir gestum í sumar og bjóða fólk velkomið í fallega þorpið í Laugarási. Frá baðlóninu geta gestir notið staðarins í einstakri nálægð við náttúruna og sótt sér ferska matarupplifun úr nærsveitum á veitingastaðnum Ylju,“ er haft eftir Bryndísi Björnsdóttur. framkvæmdastjóra Laugaráss lagoon. Aðstandendur lónsins finni þegar fyrir mikilli eftirvæntingu fyrir baðstaðnum hér heima og erlendis sem sé virkilega ánægjulegt. „Við erum rétt að hefja kynningu á baðstaðnum og þeim töfrum sem hann hefur upp á að bjóða.“
Sundlaugar og baðlón Bláskógabyggð Veitingastaðir Ferðaþjónusta Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira