Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. mars 2025 10:13 Páll Magnússon segir nýja forystu Sjálfstæðisflokksins mikil tíðindi. Aðsend Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nýja forystu mikil tíðindi fyrir flokkinn. Á sama tíma megi ekki gleyma því að Bjarni Benediktsson sé að skila af sér flokknum í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í. Páll ræddi stöðuna í Sjálfstæðisflokknum ásamt Vigdísi Hauksdóttur, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokks og borgarfulltrúa Miðflokks, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að því loknu ræddu þau einnig stöðuna í alþjóðastjórnmálunum. Páll segir nýja forystu flokksins mikil tíðindi í pólitík. Bjarni Benediktsson sé að ljúka sínum pólitíska ferli auk þess sem það er kona að taka við forystu í fyrsta sinn. „Það er líka merkilegt fyrir flokkinn,“ segir Páll. Þau sem dramatískari eru innan flokksins myndu kannski orða úrslitin þannig að Guðrún „hafi hrifsað flokkinn úr höndum eignarhaldsfélags Sjálfstæðisflokksins, flokkseigendunum“. Páll segir formannskjörið, í hans huga, hafið snúist um þetta. Hvernig fylkingarnar skipuðust og það hefði orðið áferðarmunur á flokknum eftir því hvort Guðrún eða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefði tekið við. Áslaug hafi verið fulltrúi „meira af því sama, eins og það var“ á meðan Guðrún boðaði aðra stefnu. Páll segir landsfundinn glæsilega og fjölmenna samkomu og Bjarni, sem hafi verið að kveðja stjórnmálin, hafi fengið mikið lof á fundinum en það megi ekki horfa fram hjá því að hann hafi verið að skila flokknum af sér í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í. „Ef við horfum ískalt á þetta þá er flokkurinn að minnsta kosti tvíklofinn. Hann hefur aldrei fengið minna fylgi í kosningum í tæplega 100 ára sögu sinni heldur en hann fékk í kosningum fyrir áramótin, hann er utan ríkisstjórnar og kominn úr bílstjórasætinu í íslenskum stjórnum í aftursætið. Þetta er staða sem er gott sem óþekkt fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll. Eins tæpt og það gat orðið Vigdís segir sunnudaginn hafa verið afar spennandi og það sé ótrúlegt hversu fá atkvæði skildu þær Guðrúnu og Áslaugu að og hversu litlu munaði að það yrði kosið aftur. „Þetta var eins tæpt og hægt var að hafa það,“ segir Vigdís. Hún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að það sé þjóðinni fyrir bestu að hafa stóran Sjálfstæðisflokk og vonar að hann stækki aftur með nýrri forystu. Verkefnin séu ærin og það þurfi til dæmis að byggja brýr milli fylkinga og ná sátt. „Þegar munurinn er svona naumur er tapið langt um sárara.“ Vigdís Hauksdóttir segir formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum hafa verið afar spennandi. Vísir/Egill Vigdís segist hafa trú á því að Guðrún nái að sætta fylkingar og sameina flokkinn. Vigdís segir stjórn flokksins þó ekki það eina sem skipti máli. Það verði að horfa á alla sem koma fram fyrir flokkinn og það megi búast við því að flokkurinn tefli fram sterkum kandídat í oddvitasætið í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum. Sjá einnig: Gulli hafi loksins unnið formannsslag Talað hefur verið um það í tengslum við stöðu Sjálfstæðisflokksins að þörf sé á að sækja þá Sjálfstæðismenn sem hafa farið annað. Páll segir að í mælingum megi sjá að þeir sem hafi yfirgefið flokkinn hafi margir fært sig yfir á Viðreisn og einhverjir á Miðflokkinn. „Það brotnaði úr flokknum frjálslyndismegin og íhaldsmegin.“ Páll segist hafa trú á því að Guðrún nái að fá þetta fólk aftur í flokkinn. Hún ætli að opna faðminn aftur. Hann hafi á síðustu árum orðið þrengri, klíkustýrðari, og Guðrún ætli að breyta því. Óþekkt staða í alþjóðastjórnmálum Um stöðuna í alþjóðapólitíkinni segist Páll horfa á stöðuna forviða. Það sé óþekkt staða komin upp og óvíst hvernig greiðist úr þessu. Páll segir það þó ekki rétta ályktun og í raun undarlega kenningu hjá til dæmis Degi B. Eggertssyni að þetta þýði að það þurfi að flýta umræðu og kosningu um Evrópumálin. Páll segir Breta til dæmis ekki lengur í Evrópusambandinu og þeir leiði nú varnarsamstarf Vestur-Evrópskra. „Evrópusambandið er ekki varnarbandalag, Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag. Það er NATO sem hefur tryggt öryggið í Vestur-Evrópu, ekki Evrópusambandið. Evrópusambandið er fyrst og fremst efnahagslegt bandalag,“ segir Páll og niðurstaðan sé því sérkennileg að staðan í öryggismálum eigi að leiða til þess að Ísland sæki um í Evrópusambandinu. Úkraína verði að sætta sig við stöðuna Páll segir stærstu tíðindin, sem var tilkynnt um í gær, að Bandaríkin hafi gert hlé á hernaðarlegum stuðningi sínum við Úkraínu. Það hafi praktískar afleiðingar samstundis. Hann segir stöðuna líklega þannig að Úkraína verði einfaldlega að sætta sig við stöðuna eins og hún er núna, landið sem þau hafa tapað og prinsippákvörðun um að þau fái ekki aðild að NATO. „Heimurinn er algjörlega á hvolfi,“ segir Vigdís um stöðuna í heiminum. Það hafi sýnt sig að alþjóðlegar stofnanir, eins og til dæmis Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, hafi ekki burði til að takast á við stöðuna. Árlega fari miklir fjármunir frá öllum aðildarþjóðum í „þessi áhrifalausu apparöt“ og hún spyrji sig hvers vegna alþjóðlegar stofnanir geti ekki stigið inn í svona aðstæður með fastari fæti. „Ég er eiginlega svo vonsvikin með þessa heimsmynd að ef það koma kolruglaðir forsetar eða forsætisráðherra eða einræðisherrar og annað þá er ekkert alþjóðlegt sem raunverulega getur stoppað það sem þeir eru að gera og þeirra pælingar.“ Hún segir nauðsynlegt að hafa það meginmarkmið að halda frið og fara ekki í stríð. Þau valdi hörmungum og mannfalli. Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Bandaríkin Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Páll ræddi stöðuna í Sjálfstæðisflokknum ásamt Vigdísi Hauksdóttur, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokks og borgarfulltrúa Miðflokks, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að því loknu ræddu þau einnig stöðuna í alþjóðastjórnmálunum. Páll segir nýja forystu flokksins mikil tíðindi í pólitík. Bjarni Benediktsson sé að ljúka sínum pólitíska ferli auk þess sem það er kona að taka við forystu í fyrsta sinn. „Það er líka merkilegt fyrir flokkinn,“ segir Páll. Þau sem dramatískari eru innan flokksins myndu kannski orða úrslitin þannig að Guðrún „hafi hrifsað flokkinn úr höndum eignarhaldsfélags Sjálfstæðisflokksins, flokkseigendunum“. Páll segir formannskjörið, í hans huga, hafið snúist um þetta. Hvernig fylkingarnar skipuðust og það hefði orðið áferðarmunur á flokknum eftir því hvort Guðrún eða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefði tekið við. Áslaug hafi verið fulltrúi „meira af því sama, eins og það var“ á meðan Guðrún boðaði aðra stefnu. Páll segir landsfundinn glæsilega og fjölmenna samkomu og Bjarni, sem hafi verið að kveðja stjórnmálin, hafi fengið mikið lof á fundinum en það megi ekki horfa fram hjá því að hann hafi verið að skila flokknum af sér í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í. „Ef við horfum ískalt á þetta þá er flokkurinn að minnsta kosti tvíklofinn. Hann hefur aldrei fengið minna fylgi í kosningum í tæplega 100 ára sögu sinni heldur en hann fékk í kosningum fyrir áramótin, hann er utan ríkisstjórnar og kominn úr bílstjórasætinu í íslenskum stjórnum í aftursætið. Þetta er staða sem er gott sem óþekkt fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll. Eins tæpt og það gat orðið Vigdís segir sunnudaginn hafa verið afar spennandi og það sé ótrúlegt hversu fá atkvæði skildu þær Guðrúnu og Áslaugu að og hversu litlu munaði að það yrði kosið aftur. „Þetta var eins tæpt og hægt var að hafa það,“ segir Vigdís. Hún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að það sé þjóðinni fyrir bestu að hafa stóran Sjálfstæðisflokk og vonar að hann stækki aftur með nýrri forystu. Verkefnin séu ærin og það þurfi til dæmis að byggja brýr milli fylkinga og ná sátt. „Þegar munurinn er svona naumur er tapið langt um sárara.“ Vigdís Hauksdóttir segir formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum hafa verið afar spennandi. Vísir/Egill Vigdís segist hafa trú á því að Guðrún nái að sætta fylkingar og sameina flokkinn. Vigdís segir stjórn flokksins þó ekki það eina sem skipti máli. Það verði að horfa á alla sem koma fram fyrir flokkinn og það megi búast við því að flokkurinn tefli fram sterkum kandídat í oddvitasætið í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum. Sjá einnig: Gulli hafi loksins unnið formannsslag Talað hefur verið um það í tengslum við stöðu Sjálfstæðisflokksins að þörf sé á að sækja þá Sjálfstæðismenn sem hafa farið annað. Páll segir að í mælingum megi sjá að þeir sem hafi yfirgefið flokkinn hafi margir fært sig yfir á Viðreisn og einhverjir á Miðflokkinn. „Það brotnaði úr flokknum frjálslyndismegin og íhaldsmegin.“ Páll segist hafa trú á því að Guðrún nái að fá þetta fólk aftur í flokkinn. Hún ætli að opna faðminn aftur. Hann hafi á síðustu árum orðið þrengri, klíkustýrðari, og Guðrún ætli að breyta því. Óþekkt staða í alþjóðastjórnmálum Um stöðuna í alþjóðapólitíkinni segist Páll horfa á stöðuna forviða. Það sé óþekkt staða komin upp og óvíst hvernig greiðist úr þessu. Páll segir það þó ekki rétta ályktun og í raun undarlega kenningu hjá til dæmis Degi B. Eggertssyni að þetta þýði að það þurfi að flýta umræðu og kosningu um Evrópumálin. Páll segir Breta til dæmis ekki lengur í Evrópusambandinu og þeir leiði nú varnarsamstarf Vestur-Evrópskra. „Evrópusambandið er ekki varnarbandalag, Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag. Það er NATO sem hefur tryggt öryggið í Vestur-Evrópu, ekki Evrópusambandið. Evrópusambandið er fyrst og fremst efnahagslegt bandalag,“ segir Páll og niðurstaðan sé því sérkennileg að staðan í öryggismálum eigi að leiða til þess að Ísland sæki um í Evrópusambandinu. Úkraína verði að sætta sig við stöðuna Páll segir stærstu tíðindin, sem var tilkynnt um í gær, að Bandaríkin hafi gert hlé á hernaðarlegum stuðningi sínum við Úkraínu. Það hafi praktískar afleiðingar samstundis. Hann segir stöðuna líklega þannig að Úkraína verði einfaldlega að sætta sig við stöðuna eins og hún er núna, landið sem þau hafa tapað og prinsippákvörðun um að þau fái ekki aðild að NATO. „Heimurinn er algjörlega á hvolfi,“ segir Vigdís um stöðuna í heiminum. Það hafi sýnt sig að alþjóðlegar stofnanir, eins og til dæmis Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, hafi ekki burði til að takast á við stöðuna. Árlega fari miklir fjármunir frá öllum aðildarþjóðum í „þessi áhrifalausu apparöt“ og hún spyrji sig hvers vegna alþjóðlegar stofnanir geti ekki stigið inn í svona aðstæður með fastari fæti. „Ég er eiginlega svo vonsvikin með þessa heimsmynd að ef það koma kolruglaðir forsetar eða forsætisráðherra eða einræðisherrar og annað þá er ekkert alþjóðlegt sem raunverulega getur stoppað það sem þeir eru að gera og þeirra pælingar.“ Hún segir nauðsynlegt að hafa það meginmarkmið að halda frið og fara ekki í stríð. Þau valdi hörmungum og mannfalli.
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Bandaríkin Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira