Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2025 10:43 Í gær gerðu kafarar tilraun til að ná upp bílhræunum tveimur sem fóru í sjóinn en slæm veðurskilyrði setti strik í reikninginn. Vísir/Sigurjón Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. Til upprifjunar þá voru óveðurshvellirnir tveir um liðna helgi, annar seint á föstudagskvöld og hinn á sunnudagskvöld. Sá sem liggur á gjörgæsludeild var inn í bílnum sínum og í ökumannssætinu þegar aldan hrifsaði hann til sín og bíl hans með, auk annars bíls sem var mannlaus. Hinn sem fór í sjóinn var staddur á bryggjukantinum. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna er miður sín vegna málsins og man ekki eftir öðrum eins veðri og því sem skall á um helgina. „Þetta er það versta sem ég man eftir af þessari tegund. Það eru náttúrulega, það hafa komið svona atvik áður, aðeins veigaminni og þá líka í suðvestanátt með áhlaðanda og hárri ölduhæð en þetta var það versta.“ Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að tveir menn hefðu farið í sjóinn? „Það er ólýsanleg tilfinning og hugur minn og okkar hjá Faxaflóahöfnum er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum þessa manns sem er á gjörgæslu.“ Gunnar var spurður hvort Faxaflóahafnir hefðu í hyggju að útbúa einhvers lags aðgerðaáætlun eða ráðstafanir þegar við sjáum að svipað veður er í kortunum; hvort það þurfi jafnvel að banna mannaferðir á höfninni þegar aðstæður eru svona hættulegar. Stærðarinnar alda hrifsaði til sín tvo bíla og tvo menn. Vísir/sigurjón „Að sjálfsögðu ætlum við öll að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum, hvort sem það verður breytt verklag eða framkvæmdir en við förum yfir málið í sameiningu á næstunni.“ Veistu hver líðan þeirra er á þessari stundu? „Já ég veit bara að annar er á gjörgæslu en hinn er kominn heim af sjúkrahúsi og það er í lagi með hann. Hann er ómeiddur? „Já, hann er ómeiddur skilst mér.“ Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Akranes Veður Hafnarmál Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Til upprifjunar þá voru óveðurshvellirnir tveir um liðna helgi, annar seint á föstudagskvöld og hinn á sunnudagskvöld. Sá sem liggur á gjörgæsludeild var inn í bílnum sínum og í ökumannssætinu þegar aldan hrifsaði hann til sín og bíl hans með, auk annars bíls sem var mannlaus. Hinn sem fór í sjóinn var staddur á bryggjukantinum. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna er miður sín vegna málsins og man ekki eftir öðrum eins veðri og því sem skall á um helgina. „Þetta er það versta sem ég man eftir af þessari tegund. Það eru náttúrulega, það hafa komið svona atvik áður, aðeins veigaminni og þá líka í suðvestanátt með áhlaðanda og hárri ölduhæð en þetta var það versta.“ Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að tveir menn hefðu farið í sjóinn? „Það er ólýsanleg tilfinning og hugur minn og okkar hjá Faxaflóahöfnum er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum þessa manns sem er á gjörgæslu.“ Gunnar var spurður hvort Faxaflóahafnir hefðu í hyggju að útbúa einhvers lags aðgerðaáætlun eða ráðstafanir þegar við sjáum að svipað veður er í kortunum; hvort það þurfi jafnvel að banna mannaferðir á höfninni þegar aðstæður eru svona hættulegar. Stærðarinnar alda hrifsaði til sín tvo bíla og tvo menn. Vísir/sigurjón „Að sjálfsögðu ætlum við öll að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum, hvort sem það verður breytt verklag eða framkvæmdir en við förum yfir málið í sameiningu á næstunni.“ Veistu hver líðan þeirra er á þessari stundu? „Já ég veit bara að annar er á gjörgæslu en hinn er kominn heim af sjúkrahúsi og það er í lagi með hann. Hann er ómeiddur? „Já, hann er ómeiddur skilst mér.“
Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Akranes Veður Hafnarmál Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27