Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2025 21:04 Eyvindur og Aðalbjörg Rún, kúabændur á Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra með verðlaunin sín frá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri afhenti þeim á aðalfundi kúabænda á Suðurlandi á Hvolvelli í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændurnir, sem eiga afurðahæsta kúabú landsins annað árið í röð vilja fá norskar kýr til landsins því þær muni alltaf nýta heyið betur og mjólka meira en íslenska kýrnar. Hér erum við að tala um bændurnar á bænum Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra. Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira