Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar 4. mars 2025 16:32 Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun