Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 18:30 Áslaug Arna notaði tækni til að hringja í alla landsfundargesti, en samt konust ekki allir. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtti sér tækni sem hringdi í alla gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn sunnudagsmorgun. Þrátt fyrir það komust ekki allir í formannskosninguna sem fór fram þennan sama dag. Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira