Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 5. mars 2025 08:30 Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki. Fréttir um að Icelandair ætli að hætta flugi til Ísafjarðar á næsta ári komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ríki og sveitarfélög verða að bregaðst strax við og það er fagnaðarefni að samgönguráðherra hefur nú þegar lýst yfir að flugsamgöngur við Ísafjörð verði tryggðar. Innanlandsflugið skiptir miklu máli fyrir byggðir fjarri höfðuðborgarsvæðinu. Íbúar þurfa að sækja ýmsa grundvallarþjónustu til höfuðborgarinnar eins og heilbrigðisþjónustu,stjórnsýslu og verslun og þar eru helstu menntastofnanir landsins. Þá er flugið mikilvæg stoð í allri menningarstarfsemi fyrir vestan og tryggir íbúum á norðanverðum Vestfjörðum eðilegan aðgang þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og tengsl við millilandaflugið. Atvinnulífið kallar á flugsamgöngur. Atvinnulíf hefur verið að byggjast hratt upp undanfarin ár á Vestfjörðum með öflugu fiskeldi og ferðaþjónustu þar sem flugið gegnir lykilhlutverki. Fjölmörg afleidd störf hafa skapast í kringum þessar atvinnugreinar. Öruggar flugsamgöngur er mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu, nauðsynlegur valkostur fyrir íbúa svæðisins og hluti af almenningssamgöngum í nútímasamfélagi. Flugfar er dýrt og efla þarf Loftbrúna Það er vissulega orðið dýrt að fljúga innanlands en niðurgreiðslur í gegnum Loftbrúna til íbúa þessara staða hafa skipt miklu máli. Þar er í raun um ríkisstyrk að ræða til flugfélaga. Isavia hefur hins vegar lagt á bílastæðagjöld á Reykjarvíkurflugvelli sem eru of mikil og ósanngjörn og þau þarf að endurskoða strax. Bættar vegasamgöngur koma ekki í stað Innanlandsflugs Þótt vegasamgöngur fari hægt og bítandi batnandi koma þær ekki í staðinn fyrir flug til og frá þeim byggðum sem eru fjærst höfuðborgarsvæðinu. Það tekur þrátt fyrir allt fimm til sex klukkustundir að aka þessa vegalengd. Fólk sem þarf að komast til læknis eða sinna öðrum erindum á sem skemmstum tíma vinnu sinnar vegna eða eldra fólk sem hætt er að keyra treystir á flugið. Áætlanaflug er líka nýtt til sjúkraflugs í mörgum tilfellum. Icelandair hefur fengið mikinn stuðning frá stjórnvöldum Icelandair réttlætir ákvörðun sína með skipulagsbreytingum. Flugvélarnar sem nýttar hafi verið fyrir flug til Ísafjarðar hafi einnig verið notaðar í flug til Grænlands. Nú sé búið að leggja stærri flugbrautir á Grænlandi og því geti félagið flogið stærri flugvélum þangað. Þar af leiðandi verði óhagkvæmt fyrir félagið að halda áfram rekstri minni flugvélategundarinnar í flota félagsins. Alls kyns flugvélar og jafnvel minni þotur hafa lent á Ísafjarðarflugvelli í gegnum árin. Það er erfitt að trúa því að stærri flugvélar Icelandair í innanlandsflugi geti ekki lent á Ísafirði og tekið á loft þaðan. En kannski snýst þetta um sætanýtingu, að Icelandair treysti sér ekki til að selja fleiri sæti til og frá Ísafirði. Þetta þarf að skoða betur. Icelandair hefu fengið mikinn stuðning í gegnum árin frá ríkinu sem meðal annars hefur verið rökstutt með þjóðaröryggi varðandi samgöngur við landið. Félagið fékk einnig milljarða stuðning frá ríkinu í Covid faraldrinum til að tryggja launagreiðslur til starfsmanna. Þess vegna er eðilegt að gera vissar kröfur til þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð og vilja til að halda áfram flugi til Ísafjarðar við breyttar aðstæður hjá félaginu. Önnur flugfélög geta sinnt flugi til Ísafjarðar Þegar upp er staðið mun þetta snúast um samninga við þau flugfélög sem koma til greina og geta sinnt flugi til Ísafjarðar. Í því samhengi þarf að skoða allt innanlandsflug í heildarsamhengi og í samhengi við mögulega niðurgreiðslu ríkisins í innanlandsflugi eins og gert hefur verið með Loftbrúnni . Ég treysti því að samgönguráðherra og stjórnvöld í heild vinni hratt að því að tryggja flugsamgöngur til Ísafjarðar til framtíðar, hvort sem það verður gert með útboði eða beinum samningum við þau flugfélög sem sinnt hafa innanlandsflugi á landinu undanfarin ár. Óvissa má ekki ríkja í þessum mikilvægu samgöngumálum Vestfirðinga. Framtíð og fyrirsjáanleiki varðandi áætlunarflug til Ísafjarðar er stórt öryggis- og byggðamál fyrir fólk og fyrirtæki á Vestfjörðum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Flokkur fólksins Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki. Fréttir um að Icelandair ætli að hætta flugi til Ísafjarðar á næsta ári komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ríki og sveitarfélög verða að bregaðst strax við og það er fagnaðarefni að samgönguráðherra hefur nú þegar lýst yfir að flugsamgöngur við Ísafjörð verði tryggðar. Innanlandsflugið skiptir miklu máli fyrir byggðir fjarri höfðuðborgarsvæðinu. Íbúar þurfa að sækja ýmsa grundvallarþjónustu til höfuðborgarinnar eins og heilbrigðisþjónustu,stjórnsýslu og verslun og þar eru helstu menntastofnanir landsins. Þá er flugið mikilvæg stoð í allri menningarstarfsemi fyrir vestan og tryggir íbúum á norðanverðum Vestfjörðum eðilegan aðgang þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og tengsl við millilandaflugið. Atvinnulífið kallar á flugsamgöngur. Atvinnulíf hefur verið að byggjast hratt upp undanfarin ár á Vestfjörðum með öflugu fiskeldi og ferðaþjónustu þar sem flugið gegnir lykilhlutverki. Fjölmörg afleidd störf hafa skapast í kringum þessar atvinnugreinar. Öruggar flugsamgöngur er mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu, nauðsynlegur valkostur fyrir íbúa svæðisins og hluti af almenningssamgöngum í nútímasamfélagi. Flugfar er dýrt og efla þarf Loftbrúna Það er vissulega orðið dýrt að fljúga innanlands en niðurgreiðslur í gegnum Loftbrúna til íbúa þessara staða hafa skipt miklu máli. Þar er í raun um ríkisstyrk að ræða til flugfélaga. Isavia hefur hins vegar lagt á bílastæðagjöld á Reykjarvíkurflugvelli sem eru of mikil og ósanngjörn og þau þarf að endurskoða strax. Bættar vegasamgöngur koma ekki í stað Innanlandsflugs Þótt vegasamgöngur fari hægt og bítandi batnandi koma þær ekki í staðinn fyrir flug til og frá þeim byggðum sem eru fjærst höfuðborgarsvæðinu. Það tekur þrátt fyrir allt fimm til sex klukkustundir að aka þessa vegalengd. Fólk sem þarf að komast til læknis eða sinna öðrum erindum á sem skemmstum tíma vinnu sinnar vegna eða eldra fólk sem hætt er að keyra treystir á flugið. Áætlanaflug er líka nýtt til sjúkraflugs í mörgum tilfellum. Icelandair hefur fengið mikinn stuðning frá stjórnvöldum Icelandair réttlætir ákvörðun sína með skipulagsbreytingum. Flugvélarnar sem nýttar hafi verið fyrir flug til Ísafjarðar hafi einnig verið notaðar í flug til Grænlands. Nú sé búið að leggja stærri flugbrautir á Grænlandi og því geti félagið flogið stærri flugvélum þangað. Þar af leiðandi verði óhagkvæmt fyrir félagið að halda áfram rekstri minni flugvélategundarinnar í flota félagsins. Alls kyns flugvélar og jafnvel minni þotur hafa lent á Ísafjarðarflugvelli í gegnum árin. Það er erfitt að trúa því að stærri flugvélar Icelandair í innanlandsflugi geti ekki lent á Ísafirði og tekið á loft þaðan. En kannski snýst þetta um sætanýtingu, að Icelandair treysti sér ekki til að selja fleiri sæti til og frá Ísafirði. Þetta þarf að skoða betur. Icelandair hefu fengið mikinn stuðning í gegnum árin frá ríkinu sem meðal annars hefur verið rökstutt með þjóðaröryggi varðandi samgöngur við landið. Félagið fékk einnig milljarða stuðning frá ríkinu í Covid faraldrinum til að tryggja launagreiðslur til starfsmanna. Þess vegna er eðilegt að gera vissar kröfur til þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð og vilja til að halda áfram flugi til Ísafjarðar við breyttar aðstæður hjá félaginu. Önnur flugfélög geta sinnt flugi til Ísafjarðar Þegar upp er staðið mun þetta snúast um samninga við þau flugfélög sem koma til greina og geta sinnt flugi til Ísafjarðar. Í því samhengi þarf að skoða allt innanlandsflug í heildarsamhengi og í samhengi við mögulega niðurgreiðslu ríkisins í innanlandsflugi eins og gert hefur verið með Loftbrúnni . Ég treysti því að samgönguráðherra og stjórnvöld í heild vinni hratt að því að tryggja flugsamgöngur til Ísafjarðar til framtíðar, hvort sem það verður gert með útboði eða beinum samningum við þau flugfélög sem sinnt hafa innanlandsflugi á landinu undanfarin ár. Óvissa má ekki ríkja í þessum mikilvægu samgöngumálum Vestfirðinga. Framtíð og fyrirsjáanleiki varðandi áætlunarflug til Ísafjarðar er stórt öryggis- og byggðamál fyrir fólk og fyrirtæki á Vestfjörðum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar