„Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 17:26 Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, segir uppsagnirnar mikið reiðarslag fyrir samfélag Húnabyggðar. Það verði áskorun að finna atvinnutækifæri fyrir þá sem misstu vinnuna. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins. Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins.
Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira