Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2025 11:41 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir fækkun hæstaréttardómara, líkt og hagræðingarhópur hefur lagt til við ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir því að dómurum við Hæstarétt verði fækkað, líkt og hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til. Aðrar tillögur sem snúa að málefnasviði dómsmálaráðuneytisins falla ráðherra betur í geð. Eina af 60 tillögum sem hagræðingarhópur skilaði af sér til ríkisstjórnar fólst í því að Hæstaréttardómurum yrði fækkað úr sjö í fimm, og hagræðing með aðgerðinni metin hundrað milljónir króna á árunum 2026 til 2030. Hlutverk Hæstaréttar vissulega breytt Benedikt Bogason, forseti réttarins, sagði í fréttum okkar í gær að slík fækkun væri af og frá, fjöldi dómara við Hæstarétt eftir tilkomu Landsréttar árið 2018 hafi verið ákveðinn að vel athuguðu máli. Vanvirðing fælist í því að leggja tillöguna fram án samráðs við Hæstarétt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir vissulega rétt að Hæstiréttur hafi breytt hlutverk eftir stofnun Landsréttar. „Það er auðvitað þannig að í ákveðnum málum getur komið til þess að dómarar þurfi að vera sjö, þannig að ég sé nú ekki fyrir mér að þetta sé að breytast,“ segir Þorbjörg Sigríður. Áttu þá við að þú sjáir ekki fyrir þér að þessi tillaga nái fram að ganga? „Þetta eru auðvitað tillögur sem koma fram í þessum hópi, þetta eru ekki tillögur frá dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna þessum tillögum, þarna eru til dæmis tillögur um að fækka eigi sýslumannsembættum, ég hef lagt fram frumvarp um það. En ég sé í fljótu bragði ekki rökin fyrir því að fækka dómurum Hæstaréttar, nei.“ Líst vel á aðrar tillögur Þorbjörg segir að sér lítist þó vel á fleiri tillögur hópsins. „Þarna er tekið til skoðunar hvort eigi að breyta útfærslum á jafnlaunavottun. Það finnst mér vel geta komið til greina, til þess að einfalda fyrirtækjum að mæta þessum jafnréttissjónarmiðum, ég er opin fyrir því.“ Nú sé það verkefni hvers ráðherra að skoða tillögurnar ítarlega og taka afstöðu til þeirra. „En eins og ég segi: Hæstiréttur er ýmist skipaður fimm eða sjö dómurum. Því verður ekki svo auðveldlega breytt og ég hef ekki í hyggju að beita mér fyrir slíkum breytingum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Eina af 60 tillögum sem hagræðingarhópur skilaði af sér til ríkisstjórnar fólst í því að Hæstaréttardómurum yrði fækkað úr sjö í fimm, og hagræðing með aðgerðinni metin hundrað milljónir króna á árunum 2026 til 2030. Hlutverk Hæstaréttar vissulega breytt Benedikt Bogason, forseti réttarins, sagði í fréttum okkar í gær að slík fækkun væri af og frá, fjöldi dómara við Hæstarétt eftir tilkomu Landsréttar árið 2018 hafi verið ákveðinn að vel athuguðu máli. Vanvirðing fælist í því að leggja tillöguna fram án samráðs við Hæstarétt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir vissulega rétt að Hæstiréttur hafi breytt hlutverk eftir stofnun Landsréttar. „Það er auðvitað þannig að í ákveðnum málum getur komið til þess að dómarar þurfi að vera sjö, þannig að ég sé nú ekki fyrir mér að þetta sé að breytast,“ segir Þorbjörg Sigríður. Áttu þá við að þú sjáir ekki fyrir þér að þessi tillaga nái fram að ganga? „Þetta eru auðvitað tillögur sem koma fram í þessum hópi, þetta eru ekki tillögur frá dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna þessum tillögum, þarna eru til dæmis tillögur um að fækka eigi sýslumannsembættum, ég hef lagt fram frumvarp um það. En ég sé í fljótu bragði ekki rökin fyrir því að fækka dómurum Hæstaréttar, nei.“ Líst vel á aðrar tillögur Þorbjörg segir að sér lítist þó vel á fleiri tillögur hópsins. „Þarna er tekið til skoðunar hvort eigi að breyta útfærslum á jafnlaunavottun. Það finnst mér vel geta komið til greina, til þess að einfalda fyrirtækjum að mæta þessum jafnréttissjónarmiðum, ég er opin fyrir því.“ Nú sé það verkefni hvers ráðherra að skoða tillögurnar ítarlega og taka afstöðu til þeirra. „En eins og ég segi: Hæstiréttur er ýmist skipaður fimm eða sjö dómurum. Því verður ekki svo auðveldlega breytt og ég hef ekki í hyggju að beita mér fyrir slíkum breytingum,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45