Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 13:17 Hildur segir nauðsynlegt að ekki sé aðeins unnið að tímabundinni lausn fyrir skóla Hjallastefnunnar. Vísir/Einar og RAX Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir brýnt að finna langtímalausn fyrir skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Unnið sé að því að koma starfsemi skólans fyrir í húsnæði við Engjateig auk þess að halda skólastarfi áfram úti í Skógarhlíð þar sem skólinn hefur verið síðustu þrjú ár. Fjallað var um mál Hjallastefnunnar að hennar beiðni á fundi borgarráðs í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram bókun við lok umræðunnar. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka að málefni Hjallastefnunnar hafi verið sett á dagskrá borgarráðs að þeirra beiðni. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni án tafar bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síst framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðar skólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka lausn á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar,“ segir í bókuninni. Neyðarfundur með foreldrum Fjallað var um það í síðustu viku að skólinn boðaði til neyðarfundar og hvatti foreldra leikskólabarna til að sækja um fyrir börn sín í leikskólum borgarinnar og foreldra grunnskólana til að færa börn sín i grunnskóla borgarinnar því ekki væri tryggt húsnæði fyrir næsta skólaár. Alma Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra skólans, sagði í svari til fréttastofu fyrir helgi að borgin hefði sent skólanum formlega staðfestingu um stuðning við fjármögnun á auknu, tímabundnu húsnæði sem og að tryggja leið að varanlegri lausn hið fyrsta. Þá sagði hún það skýran vilja beggja aðila að skólastarf verði tryggt. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs borgarinnar, sagði í viðtali fyrir helgi nokkrar staðsetningar til skoðunar. Hildur segir áríðandi að sett verði fram framtíðarlausn fyrir skólann, ekki bara tímabundin lausn. „Í þeim efnum eru nokkrar sviðsmyndir en að mínu mati væri langskynsamlegast að úthluta Hjallastefnunni lóðinni að Leynimýri, við Öskjuhlíðina, þar sem hægt væri að byggja upp skólahúsnæði fyrir bæði leik- og grunnskólastarfið. Einkaaðilar kæmu þá að uppbyggingunni en borgin myndi veita húsnæðisstuðning,“ segir Hildur. Það sé sömuleiðis lausn sem skólanum hugnist vel. Við Engjateig er að finna tón- og listdansskóla, sendiráð Bandaríkjanna, veitingastaði og verslanir. Stutt er í Laugardalinn. Google Maps Hún segist óttast að þó svo að skólanum verði komið fyrir í Engjateig muni svo aftur koma upp sama staða eftir fimm ár þegar skólinn þarf svo að fara þaðan. „Að þessari tímabundnu lausn verði riggað upp að Engjateig, með fimm ára leigusamning, og svo bara spái enginn í framhaldið. Áður en við vitum af er skólastarfið aftur komið í öngstræti. Þetta er orðin svo löng sorgarsaga og málin alltaf leyst með tímabundnum plástrum en skortir allt þor til að taka af skarið um framtíðarlausnina. Við höfum áður séð borgina bregðast við húsnæðisvanda Hjallastefnunnar með bráðabirgðalausnum og síðan ekki söguna meir. Þess vegna erum við stödd í þessum vanda núna,“ segir Hildur. Það sé áríðandi að langtímalausn sé tryggð. „Ég legg mjög áherslu á að þessar ákvarðanir verði teknar fljótt og hratt. Það tekur tíma að byggja nýtt skólahúsnæði leita fjárfesta sem geta tekið þátt í þessu með Hjallastefnunni.“ Húsnæðið við Engjateig 3 hýsti áður Hugverkastofuna. Vísir/RAX Grunnskólinn við Engjateig Hildur segir það enn til skoðunar hvernig starfseminni verður skipt niður. Líklegt sé að starfsemi leikskólans verði áfram í Skógarhlíð en starfsemi skólans verði flutt í Engjateig. „Það er útfærsluatriði og það á eftir að leysa úr því.“ „Það þarf að bregðast við þessari stöðu hratt. Það er óviðunandi og óþægilegt fyrir foreldra að vera í þessari óvissu. Þetta er mikilvæg starfsemi í borginni. Borgin getur sannarlega ekki tekið við þessum 200 leikskólabörnum sem eru í Hjallastefnunni og því er brýt að það verði leyst úr þessu hratt og örugglega.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 28. febrúar 2025 08:54 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Fjallað var um mál Hjallastefnunnar að hennar beiðni á fundi borgarráðs í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram bókun við lok umræðunnar. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka að málefni Hjallastefnunnar hafi verið sett á dagskrá borgarráðs að þeirra beiðni. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni án tafar bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síst framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðar skólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka lausn á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar,“ segir í bókuninni. Neyðarfundur með foreldrum Fjallað var um það í síðustu viku að skólinn boðaði til neyðarfundar og hvatti foreldra leikskólabarna til að sækja um fyrir börn sín í leikskólum borgarinnar og foreldra grunnskólana til að færa börn sín i grunnskóla borgarinnar því ekki væri tryggt húsnæði fyrir næsta skólaár. Alma Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra skólans, sagði í svari til fréttastofu fyrir helgi að borgin hefði sent skólanum formlega staðfestingu um stuðning við fjármögnun á auknu, tímabundnu húsnæði sem og að tryggja leið að varanlegri lausn hið fyrsta. Þá sagði hún það skýran vilja beggja aðila að skólastarf verði tryggt. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs borgarinnar, sagði í viðtali fyrir helgi nokkrar staðsetningar til skoðunar. Hildur segir áríðandi að sett verði fram framtíðarlausn fyrir skólann, ekki bara tímabundin lausn. „Í þeim efnum eru nokkrar sviðsmyndir en að mínu mati væri langskynsamlegast að úthluta Hjallastefnunni lóðinni að Leynimýri, við Öskjuhlíðina, þar sem hægt væri að byggja upp skólahúsnæði fyrir bæði leik- og grunnskólastarfið. Einkaaðilar kæmu þá að uppbyggingunni en borgin myndi veita húsnæðisstuðning,“ segir Hildur. Það sé sömuleiðis lausn sem skólanum hugnist vel. Við Engjateig er að finna tón- og listdansskóla, sendiráð Bandaríkjanna, veitingastaði og verslanir. Stutt er í Laugardalinn. Google Maps Hún segist óttast að þó svo að skólanum verði komið fyrir í Engjateig muni svo aftur koma upp sama staða eftir fimm ár þegar skólinn þarf svo að fara þaðan. „Að þessari tímabundnu lausn verði riggað upp að Engjateig, með fimm ára leigusamning, og svo bara spái enginn í framhaldið. Áður en við vitum af er skólastarfið aftur komið í öngstræti. Þetta er orðin svo löng sorgarsaga og málin alltaf leyst með tímabundnum plástrum en skortir allt þor til að taka af skarið um framtíðarlausnina. Við höfum áður séð borgina bregðast við húsnæðisvanda Hjallastefnunnar með bráðabirgðalausnum og síðan ekki söguna meir. Þess vegna erum við stödd í þessum vanda núna,“ segir Hildur. Það sé áríðandi að langtímalausn sé tryggð. „Ég legg mjög áherslu á að þessar ákvarðanir verði teknar fljótt og hratt. Það tekur tíma að byggja nýtt skólahúsnæði leita fjárfesta sem geta tekið þátt í þessu með Hjallastefnunni.“ Húsnæðið við Engjateig 3 hýsti áður Hugverkastofuna. Vísir/RAX Grunnskólinn við Engjateig Hildur segir það enn til skoðunar hvernig starfseminni verður skipt niður. Líklegt sé að starfsemi leikskólans verði áfram í Skógarhlíð en starfsemi skólans verði flutt í Engjateig. „Það er útfærsluatriði og það á eftir að leysa úr því.“ „Það þarf að bregðast við þessari stöðu hratt. Það er óviðunandi og óþægilegt fyrir foreldra að vera í þessari óvissu. Þetta er mikilvæg starfsemi í borginni. Borgin getur sannarlega ekki tekið við þessum 200 leikskólabörnum sem eru í Hjallastefnunni og því er brýt að það verði leyst úr þessu hratt og örugglega.“
Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 28. febrúar 2025 08:54 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 28. febrúar 2025 08:54
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?