Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 6. mars 2025 14:03 Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar