Körfubolti

Seinka leik Stólanna og Kefl­víkinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Áhorfendur á leik Tindastóls og Keflavíkur geta horft á hina leikina á Stöð 2 Sport og mætt síðan í Síkið.
Áhorfendur á leik Tindastóls og Keflavíkur geta horft á hina leikina á Stöð 2 Sport og mætt síðan í Síkið. Vísir/Jón Gautur

Leik Tindastóls og Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta sem fer fram í kvöld hefur verið seinkað til kl.20:45 í kvöld.

Þetta kemur til vegna lokunnar á Holtavörðuheiði fyrr í dag sem hafði áhrif á ferðalag dómara leiksins. Leikurinn átti að hefjast klukkan 19.15.

Þrír aðrir leikir hefjast klukkan 19.15 og verða því að klárast um það leyti sem leikurinn í Síkinu hefst.

Keflvíkingar eru að berjast fyrir því að komast í úrslitakeppnina en Stólarnir eru í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×