Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2025 22:30 Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar segir flugeldana geymda á öruggum stað fram að næstu áramótum. Vísir/Bjarni Hátt í þrjú hundruð vörubrettum af óseldum flugeldum björgunarsveitanna hefur verið safnað saman í nærri í tvö þúsund fermetra rammgirtu húsi þar sem þeir bíða næstu áramóta. Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar segir allt kapp lagt á að öryggi á svæðinu sé tryggt. Á síðasta ári voru flutt inn til landsins ríflega 630 tonn af flugeldum. Stóran hluta af þeim flutti Slysavarnafélagið Landsbjörg inn. Aðeins er leyfilegt að selja og skjóta upp flugeldum nokkra daga á ári og því þarf að geyma það sem ekki selst á öruggum stað. Landsbjörg geymir flugeldana sem ekki seldust um áramótin í sérstöku húsi á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetningu þess má ekki gefa upp en mikið eftirlit er í kringum það. Sérstakt leyfi þarf til að koma nálægt því og inn í það. „Þetta hús er sérhannað til þess að geyma flugelda. Hér er hita- og rakastýring. Við vöktum það tuttugu og fjóra sjö. Hér er aðgengi mjög skert og fáir vita af tilvist þessa húss. Við viljum geyma þetta við bestu mögulegar aðstæður því þetta er viðkvæm vara þannig sé og hún þolir ekki að vera hvar sem er,“ segir Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar. Í húsinu eru núna hátt í þrjú hundruð bretti af flugeldum. „Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við viljum ekki vera uppiskroppa með vöru þessa örfáu daga sem við seljum á ári. Þannig það gefur augaleið að við viljum eiga borð fyrir báru og smá lager og þá þurfum við að geyma hann einhvers staðar. Jón Þór segir allt kapp lagt á að tryggja öryggi á svæðinu. „Við notum hér lyftara sem er sérhannaður til að gefa ekki frá sér neista. Þarna inn á ekkert að fara sem gæti hugsanlega valdið eldsvoða.“ Flugeldar Björgunarsveitir Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Á síðasta ári voru flutt inn til landsins ríflega 630 tonn af flugeldum. Stóran hluta af þeim flutti Slysavarnafélagið Landsbjörg inn. Aðeins er leyfilegt að selja og skjóta upp flugeldum nokkra daga á ári og því þarf að geyma það sem ekki selst á öruggum stað. Landsbjörg geymir flugeldana sem ekki seldust um áramótin í sérstöku húsi á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetningu þess má ekki gefa upp en mikið eftirlit er í kringum það. Sérstakt leyfi þarf til að koma nálægt því og inn í það. „Þetta hús er sérhannað til þess að geyma flugelda. Hér er hita- og rakastýring. Við vöktum það tuttugu og fjóra sjö. Hér er aðgengi mjög skert og fáir vita af tilvist þessa húss. Við viljum geyma þetta við bestu mögulegar aðstæður því þetta er viðkvæm vara þannig sé og hún þolir ekki að vera hvar sem er,“ segir Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar. Í húsinu eru núna hátt í þrjú hundruð bretti af flugeldum. „Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við viljum ekki vera uppiskroppa með vöru þessa örfáu daga sem við seljum á ári. Þannig það gefur augaleið að við viljum eiga borð fyrir báru og smá lager og þá þurfum við að geyma hann einhvers staðar. Jón Þór segir allt kapp lagt á að tryggja öryggi á svæðinu. „Við notum hér lyftara sem er sérhannaður til að gefa ekki frá sér neista. Þarna inn á ekkert að fara sem gæti hugsanlega valdið eldsvoða.“
Flugeldar Björgunarsveitir Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira