Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 10:00 Slökkviliðsmenn að störfum í Karkív í Úkraínu eftir að rússnesk eldflaug lenti þar. AP/Almannavarnir Úkraínu Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. Þá notuðust Úkraínumenn í fyrsta sinn við Mirage 2000 herþotur sem þeir fengu nýverið frá Frakklandi við loftvarnir í nótt. Einnig var notast við hefðbundnar loftvarnir og F-16 herþotur sem Úkraínumenn hafa fengið frá ríkjum í Evrópu. Ekki hefur verið gefið upp hvort flugmenn þotanna skutu niður stýriflaugar eða dróna en þær eru bæði búnar flugskeytum sem hönnuð eru til að skjóta niður fljúgandi skotmörk og byssur sem hægt er að nota. Meðal eldflauganna sem Rússar skutu voru 43 stýriflaugar og að minnsta kosti þrár Kalibr skotflaugar. Forsvarsmenn flughers Úkraínu segja að auk þeirra dróna sem skotnir voru niður hafi 86 ekki hæft skotmörk sín vegna rafrænna truflana. Að minnsta kosti átján eru sagðir særðir eftir árásirnar í nótt og þar af fjögur börn, samkvæmt frétt BBC. Árásir sem þessar eru svo gott sem daglegar í Úkraínu en að þessu sinni koma þær í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lokaði á aðgengi Úkraínumanna að upplýsingum frá eftirlits og könnunarbúnaði Bandaríkjanna. Meðal þess sem sú breyting hefur haft er að Úkraínumenn hafa minni fyrirvara þegar Rússar gera þessar árásir og eiga erfiðara með að fylgjast með eldflaugunum og drónunum. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Rússlandi, birti myndband í morgun þar sem hann fer yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, eins og hann gerir reglulega. Þar bendir hann meðal annars á að í einu þeirra segir að eftir að Trump stöðvaði upplýsingaflæðið til Úkraínumanna eigi Rússar auðveldar með að finna veikleika á vörnum Úkraínumanna og nýta sér þá, án þess að úkraínskir hermenn sjái það fyrir. The consequences of the US stopping intelligence sharing with Ukraine, as one Russian newspaper sees them: “Now we have a higher chance of finding the enemy’s weak spot and striking when they’re not expecting it.” #ReadingRussia pic.twitter.com/D8OxE5XrcO— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) March 7, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Þá notuðust Úkraínumenn í fyrsta sinn við Mirage 2000 herþotur sem þeir fengu nýverið frá Frakklandi við loftvarnir í nótt. Einnig var notast við hefðbundnar loftvarnir og F-16 herþotur sem Úkraínumenn hafa fengið frá ríkjum í Evrópu. Ekki hefur verið gefið upp hvort flugmenn þotanna skutu niður stýriflaugar eða dróna en þær eru bæði búnar flugskeytum sem hönnuð eru til að skjóta niður fljúgandi skotmörk og byssur sem hægt er að nota. Meðal eldflauganna sem Rússar skutu voru 43 stýriflaugar og að minnsta kosti þrár Kalibr skotflaugar. Forsvarsmenn flughers Úkraínu segja að auk þeirra dróna sem skotnir voru niður hafi 86 ekki hæft skotmörk sín vegna rafrænna truflana. Að minnsta kosti átján eru sagðir særðir eftir árásirnar í nótt og þar af fjögur börn, samkvæmt frétt BBC. Árásir sem þessar eru svo gott sem daglegar í Úkraínu en að þessu sinni koma þær í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lokaði á aðgengi Úkraínumanna að upplýsingum frá eftirlits og könnunarbúnaði Bandaríkjanna. Meðal þess sem sú breyting hefur haft er að Úkraínumenn hafa minni fyrirvara þegar Rússar gera þessar árásir og eiga erfiðara með að fylgjast með eldflaugunum og drónunum. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Rússlandi, birti myndband í morgun þar sem hann fer yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, eins og hann gerir reglulega. Þar bendir hann meðal annars á að í einu þeirra segir að eftir að Trump stöðvaði upplýsingaflæðið til Úkraínumanna eigi Rússar auðveldar með að finna veikleika á vörnum Úkraínumanna og nýta sér þá, án þess að úkraínskir hermenn sjái það fyrir. The consequences of the US stopping intelligence sharing with Ukraine, as one Russian newspaper sees them: “Now we have a higher chance of finding the enemy’s weak spot and striking when they’re not expecting it.” #ReadingRussia pic.twitter.com/D8OxE5XrcO— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) March 7, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52
Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46
Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37