Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 7. mars 2025 12:16 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent Ásthildi Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún óskar eftir tafarlausri lausn svo loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Vísir/Einar/Vilhelm Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira