Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 16:26 Stefán Þórarinsson, hagfræðingur, ætlar að kafa í hagkerfi sýndarheima CCP. Arnar Valdimarsson CCP hefur ráðið Stefán Þórarinsson, hagfræðing, frá Seðlabankanum til að vinna við þróun hagkerfa í sýndarheimum leikjafyrirtækisins. Stefán mun sérstaklega vinna við EVR Frontier, nýjasta leik fyrirtækisins þar sem nýst er við bálkakeðjutækni. CCP hefur um árabil verið fremst meðal jafningja þegar kemur að þróun hagkerfa í fjölspilunarleikjum þar sem spilarar hafa mikil áhrif. Helsta verkefni Stefáns hjá CCP verður að vinna við hagkerfi nýja leiksins EVE Frontier. Það er fjölspilunarleikur sem gerist á einum vefþjóni og byggir á bálkakeðjutækninni (e. Blockchain). Það á að gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi þar sem þeir hafa áhrif á þróun þess. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Stefáni að hagkerfi sýndarheima séu lifandi og í sífelldri þróun. Þau þarfnist ítarlegra rannsókna. „CCP Games leiðir áhlaupið í að brúa bilið milli hagkerfa tölvuleikja og lögmála hagkerfa í raunheimum og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessari framúrskarandi vinnu." Stefán segir að markmiðið sé ekki eingöngu að skapa raunverulegt sýndarhagkerfi heldur einnig rannsaka hvernig slík hagkerfi virka. EVE Frontier muni leggja línurnar fyrir þróun þessara kerfa í framtíðinni. Áhugasamir geta kynnt sér EVE Frontier og hagkerfi leiksins með því að horfa á ítarlega kynningu CCP. Fara í umfangsmiklar greiningar Störf Stefáns munu byggja á vinnu Dr. Eyjólfs Guðmundssonar, sem starfaði lengi sem aðalhagfræðingur CCP. Hann var ráðinn til CCP árið 2007 til að stýra hagkerfi EVE Online, sem er nú orðinn rúmlega tuttugu ára gamall, og var það í fyrsta sinn sem slíkt var gert varðandi fjölspilunarleik. Farið verður í umfangsmiklar greiningar á hagkerfi EVE Frontier. Þeirri vinnu er ætlað að varpa ljósi á það hvernig aðgerðir spilara í leiknum hafa áhrif á verðlag, stöðugleika og markaðsshegðun. Einnig verður kannað hvernig samskipti spilara við tölvugerðar persónur (e. NPC) hafa áhrif á framboð og eftirspurn og það hvernig spilarar byggja ákvarðanir sínar á markaði, svo eitthvað sé nefnt. Í áðurnefndri tilkynningu er haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP Games, að frá því fyrirtækið hafi verið stofnað hafi markmiðið verið að skapa heima þar sem spilarar eru ekki bundnir reglum hönnunar umræddra heima. Reynsla Stefáns úr Seðlabankanum muni þar skipta sköpum og EVE Frontier muni brjóta blað í sögu sýndarheima. Hér að neðan má sjá viðtal við Hilmar um EVE Frontier frá því í janúar. EVE Frontier hefur ekki verið gefinn út enn en er í prófunum. Vistaskipti Seðlabankinn Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
CCP hefur um árabil verið fremst meðal jafningja þegar kemur að þróun hagkerfa í fjölspilunarleikjum þar sem spilarar hafa mikil áhrif. Helsta verkefni Stefáns hjá CCP verður að vinna við hagkerfi nýja leiksins EVE Frontier. Það er fjölspilunarleikur sem gerist á einum vefþjóni og byggir á bálkakeðjutækninni (e. Blockchain). Það á að gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi þar sem þeir hafa áhrif á þróun þess. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Stefáni að hagkerfi sýndarheima séu lifandi og í sífelldri þróun. Þau þarfnist ítarlegra rannsókna. „CCP Games leiðir áhlaupið í að brúa bilið milli hagkerfa tölvuleikja og lögmála hagkerfa í raunheimum og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessari framúrskarandi vinnu." Stefán segir að markmiðið sé ekki eingöngu að skapa raunverulegt sýndarhagkerfi heldur einnig rannsaka hvernig slík hagkerfi virka. EVE Frontier muni leggja línurnar fyrir þróun þessara kerfa í framtíðinni. Áhugasamir geta kynnt sér EVE Frontier og hagkerfi leiksins með því að horfa á ítarlega kynningu CCP. Fara í umfangsmiklar greiningar Störf Stefáns munu byggja á vinnu Dr. Eyjólfs Guðmundssonar, sem starfaði lengi sem aðalhagfræðingur CCP. Hann var ráðinn til CCP árið 2007 til að stýra hagkerfi EVE Online, sem er nú orðinn rúmlega tuttugu ára gamall, og var það í fyrsta sinn sem slíkt var gert varðandi fjölspilunarleik. Farið verður í umfangsmiklar greiningar á hagkerfi EVE Frontier. Þeirri vinnu er ætlað að varpa ljósi á það hvernig aðgerðir spilara í leiknum hafa áhrif á verðlag, stöðugleika og markaðsshegðun. Einnig verður kannað hvernig samskipti spilara við tölvugerðar persónur (e. NPC) hafa áhrif á framboð og eftirspurn og það hvernig spilarar byggja ákvarðanir sínar á markaði, svo eitthvað sé nefnt. Í áðurnefndri tilkynningu er haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP Games, að frá því fyrirtækið hafi verið stofnað hafi markmiðið verið að skapa heima þar sem spilarar eru ekki bundnir reglum hönnunar umræddra heima. Reynsla Stefáns úr Seðlabankanum muni þar skipta sköpum og EVE Frontier muni brjóta blað í sögu sýndarheima. Hér að neðan má sjá viðtal við Hilmar um EVE Frontier frá því í janúar. EVE Frontier hefur ekki verið gefinn út enn en er í prófunum.
Vistaskipti Seðlabankinn Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent