Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 8. mars 2025 07:31 Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Jafnréttismál Þjóðkirkjan Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun