Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. mars 2025 22:19 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningarráðherra segir ekkert hæft í því að afstaða þingmanns Flokks fólksins til umfjöllunar um styrkjamálið sé valdur að breytingum á fjölmiðlafrumvarpi hans. Vinna við breytingar, á skjön við fyrri yfirlýsingar, hafi verið hafin um miðjan janúar, áður en styrkjamálið kom upp. Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira