Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 23:43 Rannsókn sem sýndi fram á tengsl milli bóluefna og einhverfu hefur verið afsönnuð. AP/Mary Altaffer Bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) hyggst rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefna og einhverfu. Það er gert þrátt fyrir margar vísindarannsóknir þar sem engar vísbendingar hafa fundist um slík tengsl. Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn. Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn.
Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01
Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30