Lífið

Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Euro­vision

Lovísa Arnardóttir skrifar
Kaj eru Kevin Holmström, Axel Åhman, og Jakob Norrgård.
Kaj eru Kevin Holmström, Axel Åhman, og Jakob Norrgård. Facebook

Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes.

Kaj fékk í atkvæðagreiðslu 164 stig en Måns 157 stig, sjö stigum færri. Sama fyrirkomulag er í Melodifestivalen og er hér á Íslandi í atkvæðagreiðslu. 

Lagið er sungið á bæði sænsku og finnsku og í viðtali við sænska miðilinn SVT segir Axel Åhman, í Kaj, að þeir muni líklega ekki enska textann. Í umfjöllun SVT segir einnig að með því að velja Kaj sé verið að rjúfa áralanga hefð Svía um að senda alvarlegt popplag í Eurovision.

Þá er haft eftir Måns að það hafi verið mikil vonbrigði að tapa en hann hafi séð þetta fyrir. Erfitt sé að keppa við grínatriði. Hann sagðist líklega ekki ætla að taka aftur þátt í Melodifestivalen.


Tengdar fréttir

Måns Zelmerlöw fór á skeljarnar

Sumarfríi sænska söngvarans Måns Zelmerlöw og bresku leikkonunnar Ciara Janson til Króatíu lauk með að hjartaknúsarinn Måns fór á skeljarnar og bað Ciara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.