Með LeBron James og Luka Doncic á móti sér þá var það Tatum sem stóð upp úr í Boston í gærkvöld en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar.
James gat hins vegar ekki lokið leiknum því hann tognaði í nára um miðjan fjórað leikhluta, eftir að hafa skorað 22 stig, tekið 14 fráköst og gefið níu stoðsendingar.
Þá var staðan 94-85 fyrir Boston sem hafði náð yfir tuttugu stiga forskoti í byrjun fjórða leikhluta.
Doncic náði að minnka muninn í 99-95 með þristi þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir en þá sögðu Tatum og Jaylen Brown stopp. Brown skoraði síðustu tólf stig Boston í leiknum og innsiglaði sigurinn en hann endaði með 31 stig og sex fráköst.
TATUM & BROWN LIFT BOSTON OVER LAKERS 🙌
— NBA (@NBA) March 9, 2025
JT: 40 PTS, 12 REB, 8 AST, 6 3PM, 2 STL
JB: 31 PTS, 6 REB, 3 3PM, 3 STL@celtics improve to 10-2 in their last 12 and sit 2nd in the East! ☘️ pic.twitter.com/t9XEaI4vhD
Doncic endaði með 34 stig og átta fráköst í sínum fyrsta leik í Boston frá því að hann horfði upp á heimamenn landa NBA-meistaratitlinum með sigri í fimmta leik gegn Dallas Mavericks í fyrra.
Lakers (40/22) eru núna með jafnmörg töp og Denver Nuggets (41/22) en sitja í 3. sæti vesturdeildarinnar. Boston (46/18) er í 2. sæti austurdeildarinnar en Cleveland Cavaliers (53/10) eru þar langefstir og eina liðið sem þegar hefur tryggt sig inn í úrslitakeppnina.