Handbolti

Stjarnan tryggði sér sæti í úr­slita­keppninni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stjarnan vann mikilvægan sigur.
Stjarnan vann mikilvægan sigur. Vísir/Vilhelm

Stjarnan tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með tveggja marka sigri á KA í dag, lokatölur 31-29. Enn eru tvær umferðir eftir af deildarkeppni Olís-deildarinnar.

Stjarnan var með yfirhöndina i fyrri hálfleik en í þeim síðari jöfnuðu KA-menn stöðuna í 19-19. Á endanum voru það hins vegar heimamenn sem reyndust sterkari aðilinn og unnu með tveggja marka mun.

Hans Jörgen Ólafsson var markahæstur í liði heimamanna með 9 mörk á meðan Einar Rafn Eiðsson skoraði einnig 9 mörk í liði KA.

Eftir sigurinn er Stjarnan með 20 stig í 7. sæti , aðeins stigi á eftir ÍBV sem er sæti ofar. KA er hins vegar í 9. sæti með 13 stig og þarf að vinna báða leikina sem það á eftir ásamt því að vona að HK tapi báðum sínum til að komast í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×