Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 21:47 Matteo Retegui fagnar marki sínu. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Juventus hafði unnið síðustu fimm leiki sína í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu, þegar Atalanta kom í heimsókn. Gestirnir virtust ekki vita af sigurgöngu heimaliðsins og unnu stórsigur, lokatölur 0-4. Bæði lið eru í harðri baráttu við topp töflunnar og því var búist við hörkuleik, annað kom á daginn. Heimamenn fengu að vera mun meira með boltann en við hvert tækifæri sem gafst þá skar Atalanta vörn heimaliðsins í sundur og skilaði boltanum oftast nær í netið. Gimapiero Gasperini, þjálfari Atalanta, og Thiago Motta, þjálfari Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Fyrsta markið kom þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Weston McKennie, miðjumaður Juventus, gerðist þá sekur um að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mateo Retegui fór á punktinn og brást ekki bogalistin. Hans 22. deildarmark í aðeins 26 leikjum staðreynd. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Matteo Retegui kemur gestunum yfir.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Marten de Roon þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 0-2 og heimamenn í allskyns vandræðum. Bakvörðurinn Davide Zappacosta gerði svo út um leikinn á 66. mínútu með góðu skoti innan vítateigs eftir sendingu Sead Kolašinac. Ademola Lookman fullkomnaði svo niðurlægingu Juventus á 77. mínútu. Hann lék á mann og annan áður en skot hans frá vítateigslínunni hafði viðkomu í varnarmanni og endaði þar með í netinu. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur. Atalanta er í bullandi titilbaráttu með 58 stig að loknum 28 leikjum. Napoli er með 60 stig í 2. sæti og Inter er á toppnum með stigi meira. Juventus er í 4. sæti með 52 stig. Fyrr í kvöld hafði Matías Soulé tryggt Roma 1-0 sigur á Empoli. Roma er í 7. sæti með 46 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Bæði lið eru í harðri baráttu við topp töflunnar og því var búist við hörkuleik, annað kom á daginn. Heimamenn fengu að vera mun meira með boltann en við hvert tækifæri sem gafst þá skar Atalanta vörn heimaliðsins í sundur og skilaði boltanum oftast nær í netið. Gimapiero Gasperini, þjálfari Atalanta, og Thiago Motta, þjálfari Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Fyrsta markið kom þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Weston McKennie, miðjumaður Juventus, gerðist þá sekur um að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mateo Retegui fór á punktinn og brást ekki bogalistin. Hans 22. deildarmark í aðeins 26 leikjum staðreynd. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Matteo Retegui kemur gestunum yfir.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Marten de Roon þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 0-2 og heimamenn í allskyns vandræðum. Bakvörðurinn Davide Zappacosta gerði svo út um leikinn á 66. mínútu með góðu skoti innan vítateigs eftir sendingu Sead Kolašinac. Ademola Lookman fullkomnaði svo niðurlægingu Juventus á 77. mínútu. Hann lék á mann og annan áður en skot hans frá vítateigslínunni hafði viðkomu í varnarmanni og endaði þar með í netinu. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur. Atalanta er í bullandi titilbaráttu með 58 stig að loknum 28 leikjum. Napoli er með 60 stig í 2. sæti og Inter er á toppnum með stigi meira. Juventus er í 4. sæti með 52 stig. Fyrr í kvöld hafði Matías Soulé tryggt Roma 1-0 sigur á Empoli. Roma er í 7. sæti með 46 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10