Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar 10. mars 2025 13:03 Ísland hefur blessunarlega búið við frið síðan í seinni heimsstyrjöldinni þegar landið var hernumið af Bretum árið 1940. Eftir seinna stríð tók við Kalda Stríðið og var hernaðarlegt mikilvægi Íslands talið vera þýðingarmikið sem „flugmóðurskipið“ í hinu svokallaða GIUK bili (Grænland, Ísland, Bretland) á Norðurslóðum. Eftir Kalda stríðið minnkaði ásýndin um hernaðarlegt mikilvægi Íslands nokkuð. Alþjóðlegir þrýstipunktar færðust til Asíu og Mið-Austurlanda, sem leiddi m.a. til þess að Bush stjórnin ákvað að loka herstöð Bandaríkjanna á Íslandi árið 2006. Síðan 2014 hefur spenna í Evrópu hins vegar farið að vaxa aftur og má segja að hún sé nú í hámarki, á þriðja ári inn í blóðugasta stríð Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Til að bæta ofan á þá spennu hafa núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum lýst því yfir að viðvera þeirra í varnarsamstarfi Evrópu sé ekki sjálfsögð á sömu forsendum og hún hefur verið s.l. 80 ár. Þessi 80 ár hefur Ísland í raun verið í sjaldgæfari lúxus stöðu að þurfa ekki að huga að vörnum sínum nema með því að standa við afar hagstæðar skuldbindingar í varnarsamningi sínum við stærsta herveldi mannkynssögunnar, Bandaríkin. Varnarsamningurinn er óháður NATO samningnum og hefur verið metin sem einskonar gulltrygging þess að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að erlend þjóðríki láti til sín taka gagnvart fullveldi Íslendinga. Varnarsamningurinn kom sér t.a.m. vel í Þorskastríði Íslendinga við Breta þar sem Bandaríkin beittu Breta þrýsting að gefa eftir. Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna kallar hins vegar eftir því að samstarfsríki þeirra í varnarmálum í Evrópu láti að lágmarki 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Sé litið til landsframleiðslu Íslands árið 2023 er sú upphæð rúmlega 86 milljarðar. Samkvæmt fjárlögum ársins 2025 eru núverandi framlög til varnarmála ekki nema 6,8 milljarðar eða ríflega 8% af þessum væntingum. Ísland hefur því tvo valkosti núna. Að bíða og vona að enginn taki eftir því, eða sem líklegar er að lykil samstarfsþjóðum okkar í varnarmálum sé sama, að við uppfyllum ekki þessar kröfur. Þennan kost mætti kalla varnarstöðu. Í ljósi smæðar og landfræðilegrar legu Íslands, er sá kostur ekkert endilega óskynsamur. Hinn valkosturinn er að byrja að huga að sóknarstöðu og meta hvernig væri hægt að bregðast við í breyttri heimsmynd. Hér verður farið yfir nokkra valkosti sem Ísland hefur í varnarmálum og verður byrjað á þeim sem eru ólíklegir til að valda miklum usla á samfélagi okkar og varnarsamstarfi yfir í umfangsmeiri breytingar á nálgun Íslendinga á varnarmál. (Sóknar)Valkostir Íslands Aukin fjárfesting í varnarsamningnum. Eðlilegasti farvegurinn er að leita til Bandaríkjanna með samstarfsvilja að vopni og bjóðast til að takast á dýpri skuldbindingar við uppbyggingu varnarmannvirkja og innviða á Íslandi. Betri hafnir, betri vegir, betri varnir gegn tölvuárásum, loftvarnarkerfi og skilvirkari móttaka og hraðflutningur birgða eru allt þættir sem passa vel inn í núverandi varnarsamstarf. Það myndi einnig stuðla að fjárfestingu sem ætti að stóru leyti að skila sér beint inn í samfélag okkar ásamt því að auka líkurnar á virkri varnar þátttöku Bandaríkjamanna þegar og ef ógn mun steðja að Íslandi. Uppbygging á ódýrum nútíma varnarkerfum Flestir hernaðargreinendur telja það harla ólíklegt að Ísland muni sæta fullri innrás af erlendu óvinaríki næstu árin. Líklegustu varnaráskoranir Íslands eru ógnir sem steðjar að samskiptaneti okkar og þá helst tölvuárásir eða árásir á sæstrengi til landsins. Aukin fjárfesting í búnaði eins og ómönnuðum eftirlitskafbátum og drónum ásamt því að efla viðbragðskerfi gegn netárásum og fjölga sæstrengjum væri í minnsta falli skynsamleg og í hæsta lagi ómetanleg til að verja eðlilega starfsemi upplýsingasamfélagsins. Aukið geopólitískt mikilvægi Íslands Ísland er að mörgu leyti náttúrulega góður valkostur fyrir uppsetningu gagnavera. Eitt helsta kapphlaup stórveldanna í heiminum í dag snýr að því að byggja upp öfluga gervigreindar innviði. Gagnaver eru mikilvægur hlekkur í þeim innviðum. Því öflugri gagnaver sem Íslendingar myndu byggja upp, því meiri möguleikar að vera þátttakendur í gervigreindar kapphlaupinu. Í leiðinni myndi Ísland auka geopólitískt mikilvægi sitt og þ.a.l. eiga öðruvísi samningsmöguleika t.a.m. gagnvart Bandaríkjunum þegar kemur að því að tryggja langtíma varnir landsins. Drónar með fælingarmátt Ein stærsta lexían í Úkraínustríðinu er sú að drónar eða flygildi eru að reynast mun betri varnarvopn en nokkurn hefði grunað. Úkraínumenn hafa notað dróna stanslaust til að fylgjast með framgangi innrásarhersins og fara í árangursríkar gagnárásir sem hafa m.a. truflað mjög starfsemi svartahafsflota Rússa. Drónar eru ódýr lausn í nútíma hernaði í nær öllum samanburði ásamt þeim kosti að ekki þarf að setja manneskjur á vígvöllinn til að beita þeim. Ísland er hátækniland með ýmsa innbyggða styrkleika þegar kemur að því að starfrækja drónasveitir. Hraðsveitir með norðurlöndunum Sé litið til þess að efla þátttöku Íslendinga í eigin varnarmálum þá eru eðlilegustu samstarfsaðilar fyrst Bandaríkin í ljósi sögunnar og getu þeirra og næst Norðurlöndin í ljósi tengsla og nálægðar. Norðurlöndin eiga vel búna og skilvirka heri m.v. stærð. Undanfarin ár hefur oft verið rætt um mikilvægi þess að Norðurlöndin starfi betur saman í varnarmálum og er ljóst núna að Finnar, Svíar og Danir eru í miklum sóknarhug við að efla varnargetu og fælingarmátt ríkja sinna. Íslendingar mega ganga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í heri flestra þessa ríkja. Eitt og sér býr hvert norðurland ekki yfir miklum fælingarmætti eða valdbeitingargetu (e. Force projection capacity) en eins og Jens Stoltenberg og fleiri hafa rætt þá gæti sameiginleg hraðsveit Norðurlandanna verið öflug eining innan Evrópu. Þátttaka Íslands í slíkri sveit gæti verið margvísleg. Heimavarnarlið að Svissneskri fyrirmynd Í hefðbundnum innrásum þarf að taka tillit til getu varnarríkis til að trufla liðsflutninga, uppsetningu á samskiptaneti og getu til að ráðast til baka. Það er ólíklegt að Íslendingar muni einir og óstuddir geta byggt upp mikla getu til að ráðast til baka en í ljósi landfræðilegrar legu landsins og að við erum eyja með fáum alþjóðlegum höfnum og flugvöllum er varnarstaðan einföld og eftirleikurinn eða „andspyrnan“ flóknari. Ísland gæti stillt upp heimavarnarliði sem hefði það hlutverk að minnka líkurnar á að auðvelt væri að ná þessum lykil póstum og að hernema landið til lengri tíma öðruvísi en að senda umfangsmikið herlið á vettvang. Í slíkri nálgun gæti falist nokkur fælingarmáttur. Til eru margvíslegar fyrirmyndir að slíkum fælingarmætti en þó fáar taldar kröftugri en sú svissneska þar sem heimavarnarliði er haldið úti með reglulegum æfingum og þjálfun með það að markmiði að hægt er að virkja litlar sveitir hratt hvar sem er í landinu sem geta notast við fyrir fram ákveðin varnarmannvirki sem oft nýta náttúruna sem bandamann. Íslenski herinn Ísland getur ekki í ljósi stærðar sinnar starfrækt hefðbundinn her sem er líklegur til að hafa mikinn fælingarmátt eða geta barist til lengri eða skemmri tíma gegn innrás. Hefðbundinn her myndi vissulega opna á ákveðna samstarfsmöguleika og dýpri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi en er ólíklegur að flestu leyti að ná miklum árangri fyrir utan það að vera kostnaðarsamur. Höfundur er öryggis- og varnarmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur blessunarlega búið við frið síðan í seinni heimsstyrjöldinni þegar landið var hernumið af Bretum árið 1940. Eftir seinna stríð tók við Kalda Stríðið og var hernaðarlegt mikilvægi Íslands talið vera þýðingarmikið sem „flugmóðurskipið“ í hinu svokallaða GIUK bili (Grænland, Ísland, Bretland) á Norðurslóðum. Eftir Kalda stríðið minnkaði ásýndin um hernaðarlegt mikilvægi Íslands nokkuð. Alþjóðlegir þrýstipunktar færðust til Asíu og Mið-Austurlanda, sem leiddi m.a. til þess að Bush stjórnin ákvað að loka herstöð Bandaríkjanna á Íslandi árið 2006. Síðan 2014 hefur spenna í Evrópu hins vegar farið að vaxa aftur og má segja að hún sé nú í hámarki, á þriðja ári inn í blóðugasta stríð Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Til að bæta ofan á þá spennu hafa núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum lýst því yfir að viðvera þeirra í varnarsamstarfi Evrópu sé ekki sjálfsögð á sömu forsendum og hún hefur verið s.l. 80 ár. Þessi 80 ár hefur Ísland í raun verið í sjaldgæfari lúxus stöðu að þurfa ekki að huga að vörnum sínum nema með því að standa við afar hagstæðar skuldbindingar í varnarsamningi sínum við stærsta herveldi mannkynssögunnar, Bandaríkin. Varnarsamningurinn er óháður NATO samningnum og hefur verið metin sem einskonar gulltrygging þess að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að erlend þjóðríki láti til sín taka gagnvart fullveldi Íslendinga. Varnarsamningurinn kom sér t.a.m. vel í Þorskastríði Íslendinga við Breta þar sem Bandaríkin beittu Breta þrýsting að gefa eftir. Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna kallar hins vegar eftir því að samstarfsríki þeirra í varnarmálum í Evrópu láti að lágmarki 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Sé litið til landsframleiðslu Íslands árið 2023 er sú upphæð rúmlega 86 milljarðar. Samkvæmt fjárlögum ársins 2025 eru núverandi framlög til varnarmála ekki nema 6,8 milljarðar eða ríflega 8% af þessum væntingum. Ísland hefur því tvo valkosti núna. Að bíða og vona að enginn taki eftir því, eða sem líklegar er að lykil samstarfsþjóðum okkar í varnarmálum sé sama, að við uppfyllum ekki þessar kröfur. Þennan kost mætti kalla varnarstöðu. Í ljósi smæðar og landfræðilegrar legu Íslands, er sá kostur ekkert endilega óskynsamur. Hinn valkosturinn er að byrja að huga að sóknarstöðu og meta hvernig væri hægt að bregðast við í breyttri heimsmynd. Hér verður farið yfir nokkra valkosti sem Ísland hefur í varnarmálum og verður byrjað á þeim sem eru ólíklegir til að valda miklum usla á samfélagi okkar og varnarsamstarfi yfir í umfangsmeiri breytingar á nálgun Íslendinga á varnarmál. (Sóknar)Valkostir Íslands Aukin fjárfesting í varnarsamningnum. Eðlilegasti farvegurinn er að leita til Bandaríkjanna með samstarfsvilja að vopni og bjóðast til að takast á dýpri skuldbindingar við uppbyggingu varnarmannvirkja og innviða á Íslandi. Betri hafnir, betri vegir, betri varnir gegn tölvuárásum, loftvarnarkerfi og skilvirkari móttaka og hraðflutningur birgða eru allt þættir sem passa vel inn í núverandi varnarsamstarf. Það myndi einnig stuðla að fjárfestingu sem ætti að stóru leyti að skila sér beint inn í samfélag okkar ásamt því að auka líkurnar á virkri varnar þátttöku Bandaríkjamanna þegar og ef ógn mun steðja að Íslandi. Uppbygging á ódýrum nútíma varnarkerfum Flestir hernaðargreinendur telja það harla ólíklegt að Ísland muni sæta fullri innrás af erlendu óvinaríki næstu árin. Líklegustu varnaráskoranir Íslands eru ógnir sem steðjar að samskiptaneti okkar og þá helst tölvuárásir eða árásir á sæstrengi til landsins. Aukin fjárfesting í búnaði eins og ómönnuðum eftirlitskafbátum og drónum ásamt því að efla viðbragðskerfi gegn netárásum og fjölga sæstrengjum væri í minnsta falli skynsamleg og í hæsta lagi ómetanleg til að verja eðlilega starfsemi upplýsingasamfélagsins. Aukið geopólitískt mikilvægi Íslands Ísland er að mörgu leyti náttúrulega góður valkostur fyrir uppsetningu gagnavera. Eitt helsta kapphlaup stórveldanna í heiminum í dag snýr að því að byggja upp öfluga gervigreindar innviði. Gagnaver eru mikilvægur hlekkur í þeim innviðum. Því öflugri gagnaver sem Íslendingar myndu byggja upp, því meiri möguleikar að vera þátttakendur í gervigreindar kapphlaupinu. Í leiðinni myndi Ísland auka geopólitískt mikilvægi sitt og þ.a.l. eiga öðruvísi samningsmöguleika t.a.m. gagnvart Bandaríkjunum þegar kemur að því að tryggja langtíma varnir landsins. Drónar með fælingarmátt Ein stærsta lexían í Úkraínustríðinu er sú að drónar eða flygildi eru að reynast mun betri varnarvopn en nokkurn hefði grunað. Úkraínumenn hafa notað dróna stanslaust til að fylgjast með framgangi innrásarhersins og fara í árangursríkar gagnárásir sem hafa m.a. truflað mjög starfsemi svartahafsflota Rússa. Drónar eru ódýr lausn í nútíma hernaði í nær öllum samanburði ásamt þeim kosti að ekki þarf að setja manneskjur á vígvöllinn til að beita þeim. Ísland er hátækniland með ýmsa innbyggða styrkleika þegar kemur að því að starfrækja drónasveitir. Hraðsveitir með norðurlöndunum Sé litið til þess að efla þátttöku Íslendinga í eigin varnarmálum þá eru eðlilegustu samstarfsaðilar fyrst Bandaríkin í ljósi sögunnar og getu þeirra og næst Norðurlöndin í ljósi tengsla og nálægðar. Norðurlöndin eiga vel búna og skilvirka heri m.v. stærð. Undanfarin ár hefur oft verið rætt um mikilvægi þess að Norðurlöndin starfi betur saman í varnarmálum og er ljóst núna að Finnar, Svíar og Danir eru í miklum sóknarhug við að efla varnargetu og fælingarmátt ríkja sinna. Íslendingar mega ganga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í heri flestra þessa ríkja. Eitt og sér býr hvert norðurland ekki yfir miklum fælingarmætti eða valdbeitingargetu (e. Force projection capacity) en eins og Jens Stoltenberg og fleiri hafa rætt þá gæti sameiginleg hraðsveit Norðurlandanna verið öflug eining innan Evrópu. Þátttaka Íslands í slíkri sveit gæti verið margvísleg. Heimavarnarlið að Svissneskri fyrirmynd Í hefðbundnum innrásum þarf að taka tillit til getu varnarríkis til að trufla liðsflutninga, uppsetningu á samskiptaneti og getu til að ráðast til baka. Það er ólíklegt að Íslendingar muni einir og óstuddir geta byggt upp mikla getu til að ráðast til baka en í ljósi landfræðilegrar legu landsins og að við erum eyja með fáum alþjóðlegum höfnum og flugvöllum er varnarstaðan einföld og eftirleikurinn eða „andspyrnan“ flóknari. Ísland gæti stillt upp heimavarnarliði sem hefði það hlutverk að minnka líkurnar á að auðvelt væri að ná þessum lykil póstum og að hernema landið til lengri tíma öðruvísi en að senda umfangsmikið herlið á vettvang. Í slíkri nálgun gæti falist nokkur fælingarmáttur. Til eru margvíslegar fyrirmyndir að slíkum fælingarmætti en þó fáar taldar kröftugri en sú svissneska þar sem heimavarnarliði er haldið úti með reglulegum æfingum og þjálfun með það að markmiði að hægt er að virkja litlar sveitir hratt hvar sem er í landinu sem geta notast við fyrir fram ákveðin varnarmannvirki sem oft nýta náttúruna sem bandamann. Íslenski herinn Ísland getur ekki í ljósi stærðar sinnar starfrækt hefðbundinn her sem er líklegur til að hafa mikinn fælingarmátt eða geta barist til lengri eða skemmri tíma gegn innrás. Hefðbundinn her myndi vissulega opna á ákveðna samstarfsmöguleika og dýpri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi en er ólíklegur að flestu leyti að ná miklum árangri fyrir utan það að vera kostnaðarsamur. Höfundur er öryggis- og varnarmálafræðingur
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun