Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar 10. mars 2025 13:33 Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun