Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 13:14 Kort sem sýnir staðsetningu áreksturs flutningaskipanna undan ströndum Hull á austurströnd Englands. Vísir/Getty Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. Tilkynning um áreksturinn barst bresku strandgæslunni skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Hann átti sér stað um sextán kílómetra undan ströndum Austur-Jórvíkurskírs utan við hafnarborgina Hull sem er um 250 kílómetra norður af London. Talið er skipin sem rákust á séu bandaríska efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate og portúgalska flutningaskipið Solong. Svartur reykur er sagður sjást stíga upp frá báðum skipum. Björgunarskip og þyrlur leita nú skipverja í sjónum. The Guardian segir að um fjörutíu skipverjar hafi verið á skipunum tveimur samtals. Þrjátíu og tveir hafi verið fluttir í land í Grimsby en óljóst sé með ástand þeirra. BBC segir að búið sé að finna alla áhöfn olíuflutningaskipsins og að hún sé heil á húfi. AP-fréttastofan segir að samkvæmt vefsíðum sem fylgjast með skipaferðum hafi bandaríska olíuflutningaskipið legið við akkeri en flutningaskipið hafi verið á leið frá Grangemouth í Skotlandi suður til Rotterdam í Hollandi. From Marine Traffic, here's the moment of the crash between the oil tanker MV Stena Immaculate and a cargo vessel MV Solong. Live updates here www.theguardian.com/uk-news/live...[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) March 10, 2025 at 1:08 PM Stena Immaculate er í eigu sænska skipafyrirtækisins Stena og er sagt eitt tíu sem sér um að flytja olíu fyrir Bandaríkjaher á stríðstímum. Það var á leið frá Grikklandi til Killingholme í Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Crowley Ship Management sem gerir olíuflutningaskipið út segir að gat hafi komið á tank með þotueldsneyti. Við það hafi kviknað eldur um borð og nokkrar sprengingar orðið. Eldsneyti hafi lekið út í sjó. Olíuflutningaskipið er 183 metra langt, 32 metra breitt og rúmlega 29.800 brúttótonn samkvæmt vefsíðu Stena. Flutningaskipið er 140 metra langt og getur flutt allt að 9.500 tonna farm. Breska veðurstofan hafði varað við þoku og slæmu skyggni á slysstaðnum í morgun, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttin verður uppfærð. Skipaflutningar Bretland Hafið Bensín og olía Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Tilkynning um áreksturinn barst bresku strandgæslunni skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Hann átti sér stað um sextán kílómetra undan ströndum Austur-Jórvíkurskírs utan við hafnarborgina Hull sem er um 250 kílómetra norður af London. Talið er skipin sem rákust á séu bandaríska efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate og portúgalska flutningaskipið Solong. Svartur reykur er sagður sjást stíga upp frá báðum skipum. Björgunarskip og þyrlur leita nú skipverja í sjónum. The Guardian segir að um fjörutíu skipverjar hafi verið á skipunum tveimur samtals. Þrjátíu og tveir hafi verið fluttir í land í Grimsby en óljóst sé með ástand þeirra. BBC segir að búið sé að finna alla áhöfn olíuflutningaskipsins og að hún sé heil á húfi. AP-fréttastofan segir að samkvæmt vefsíðum sem fylgjast með skipaferðum hafi bandaríska olíuflutningaskipið legið við akkeri en flutningaskipið hafi verið á leið frá Grangemouth í Skotlandi suður til Rotterdam í Hollandi. From Marine Traffic, here's the moment of the crash between the oil tanker MV Stena Immaculate and a cargo vessel MV Solong. Live updates here www.theguardian.com/uk-news/live...[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) March 10, 2025 at 1:08 PM Stena Immaculate er í eigu sænska skipafyrirtækisins Stena og er sagt eitt tíu sem sér um að flytja olíu fyrir Bandaríkjaher á stríðstímum. Það var á leið frá Grikklandi til Killingholme í Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Crowley Ship Management sem gerir olíuflutningaskipið út segir að gat hafi komið á tank með þotueldsneyti. Við það hafi kviknað eldur um borð og nokkrar sprengingar orðið. Eldsneyti hafi lekið út í sjó. Olíuflutningaskipið er 183 metra langt, 32 metra breitt og rúmlega 29.800 brúttótonn samkvæmt vefsíðu Stena. Flutningaskipið er 140 metra langt og getur flutt allt að 9.500 tonna farm. Breska veðurstofan hafði varað við þoku og slæmu skyggni á slysstaðnum í morgun, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttin verður uppfærð.
Skipaflutningar Bretland Hafið Bensín og olía Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira