Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 13:14 Kort sem sýnir staðsetningu áreksturs flutningaskipanna undan ströndum Hull á austurströnd Englands. Vísir/Getty Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. Tilkynning um áreksturinn barst bresku strandgæslunni skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Hann átti sér stað um sextán kílómetra undan ströndum Austur-Jórvíkurskírs utan við hafnarborgina Hull sem er um 250 kílómetra norður af London. Talið er skipin sem rákust á séu bandaríska efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate og portúgalska flutningaskipið Solong. Svartur reykur er sagður sjást stíga upp frá báðum skipum. Björgunarskip og þyrlur leita nú skipverja í sjónum. The Guardian segir að um fjörutíu skipverjar hafi verið á skipunum tveimur samtals. Þrjátíu og tveir hafi verið fluttir í land í Grimsby en óljóst sé með ástand þeirra. BBC segir að búið sé að finna alla áhöfn olíuflutningaskipsins og að hún sé heil á húfi. AP-fréttastofan segir að samkvæmt vefsíðum sem fylgjast með skipaferðum hafi bandaríska olíuflutningaskipið legið við akkeri en flutningaskipið hafi verið á leið frá Grangemouth í Skotlandi suður til Rotterdam í Hollandi. From Marine Traffic, here's the moment of the crash between the oil tanker MV Stena Immaculate and a cargo vessel MV Solong. Live updates here www.theguardian.com/uk-news/live...[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) March 10, 2025 at 1:08 PM Stena Immaculate er í eigu sænska skipafyrirtækisins Stena og er sagt eitt tíu sem sér um að flytja olíu fyrir Bandaríkjaher á stríðstímum. Það var á leið frá Grikklandi til Killingholme í Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Crowley Ship Management sem gerir olíuflutningaskipið út segir að gat hafi komið á tank með þotueldsneyti. Við það hafi kviknað eldur um borð og nokkrar sprengingar orðið. Eldsneyti hafi lekið út í sjó. Olíuflutningaskipið er 183 metra langt, 32 metra breitt og rúmlega 29.800 brúttótonn samkvæmt vefsíðu Stena. Flutningaskipið er 140 metra langt og getur flutt allt að 9.500 tonna farm. Breska veðurstofan hafði varað við þoku og slæmu skyggni á slysstaðnum í morgun, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttin verður uppfærð. Skipaflutningar Bretland Hafið Bensín og olía Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Tilkynning um áreksturinn barst bresku strandgæslunni skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Hann átti sér stað um sextán kílómetra undan ströndum Austur-Jórvíkurskírs utan við hafnarborgina Hull sem er um 250 kílómetra norður af London. Talið er skipin sem rákust á séu bandaríska efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate og portúgalska flutningaskipið Solong. Svartur reykur er sagður sjást stíga upp frá báðum skipum. Björgunarskip og þyrlur leita nú skipverja í sjónum. The Guardian segir að um fjörutíu skipverjar hafi verið á skipunum tveimur samtals. Þrjátíu og tveir hafi verið fluttir í land í Grimsby en óljóst sé með ástand þeirra. BBC segir að búið sé að finna alla áhöfn olíuflutningaskipsins og að hún sé heil á húfi. AP-fréttastofan segir að samkvæmt vefsíðum sem fylgjast með skipaferðum hafi bandaríska olíuflutningaskipið legið við akkeri en flutningaskipið hafi verið á leið frá Grangemouth í Skotlandi suður til Rotterdam í Hollandi. From Marine Traffic, here's the moment of the crash between the oil tanker MV Stena Immaculate and a cargo vessel MV Solong. Live updates here www.theguardian.com/uk-news/live...[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) March 10, 2025 at 1:08 PM Stena Immaculate er í eigu sænska skipafyrirtækisins Stena og er sagt eitt tíu sem sér um að flytja olíu fyrir Bandaríkjaher á stríðstímum. Það var á leið frá Grikklandi til Killingholme í Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Crowley Ship Management sem gerir olíuflutningaskipið út segir að gat hafi komið á tank með þotueldsneyti. Við það hafi kviknað eldur um borð og nokkrar sprengingar orðið. Eldsneyti hafi lekið út í sjó. Olíuflutningaskipið er 183 metra langt, 32 metra breitt og rúmlega 29.800 brúttótonn samkvæmt vefsíðu Stena. Flutningaskipið er 140 metra langt og getur flutt allt að 9.500 tonna farm. Breska veðurstofan hafði varað við þoku og slæmu skyggni á slysstaðnum í morgun, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttin verður uppfærð.
Skipaflutningar Bretland Hafið Bensín og olía Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira