Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2025 23:48 Hvorugur forsetanna sækir fundinn en von er á að vopnahléstillaga verði rædd. AP Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna eru báðir staddir í Jeddah-borg þar sem fundurinn fer fram þó Selenskí forseti taki ekki beinan þátt í viðræðunum frekar en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Hann fór til Jeddah-borgar á fund Múhameðs bin Salman, krúnuprins Sádí-Arabíu. Í stað Selenskís eru þó utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkisstjórnar hans. Hann birti færslu á samfélagsmiðla í dag þar sem sagði raunsæjar tillögur liggja fyrir. Þessi fundur er sá fyrsti fulltrúa þjóðanna tveggja síðan Selenskí, Trump og Vance varaforseti munnhjuggust í Hvíta húsinu undir lok síðasta mánuðar. Selenskí var vísað á dyr án þess að næðist að undirrita samning sem kvað á um aðgengi Bandaríkjanna að jarðefnaauðlindum Úkraínu sem til stóð á fundinum. Í kjölfar fundarins stöðvaði Donald Trump alla hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu og lokaði á aðgengi úkraínskra stjórnvalda að njósnaupplýsingum. Vólódímír Selenskí hefur sagst vera tilbúinn til að undirrita samninginn og segist vongóður um að fundurinn beri árangur hver svo sem sá árangur kann að vera. Breski miðillinn Guardian greinir frá því að gert sé ráð fyrir því að úkraínska sendinefndin hyggist leggja til vopnahléstillögu sem feli í sér bann á flygilda- og eldflaugaárásum auk banns á öllum hernaðaraðgerðum í og yfir Svartahafi. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Sádi-Arabía Tengdar fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. 9. mars 2025 15:41 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna eru báðir staddir í Jeddah-borg þar sem fundurinn fer fram þó Selenskí forseti taki ekki beinan þátt í viðræðunum frekar en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Hann fór til Jeddah-borgar á fund Múhameðs bin Salman, krúnuprins Sádí-Arabíu. Í stað Selenskís eru þó utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkisstjórnar hans. Hann birti færslu á samfélagsmiðla í dag þar sem sagði raunsæjar tillögur liggja fyrir. Þessi fundur er sá fyrsti fulltrúa þjóðanna tveggja síðan Selenskí, Trump og Vance varaforseti munnhjuggust í Hvíta húsinu undir lok síðasta mánuðar. Selenskí var vísað á dyr án þess að næðist að undirrita samning sem kvað á um aðgengi Bandaríkjanna að jarðefnaauðlindum Úkraínu sem til stóð á fundinum. Í kjölfar fundarins stöðvaði Donald Trump alla hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu og lokaði á aðgengi úkraínskra stjórnvalda að njósnaupplýsingum. Vólódímír Selenskí hefur sagst vera tilbúinn til að undirrita samninginn og segist vongóður um að fundurinn beri árangur hver svo sem sá árangur kann að vera. Breski miðillinn Guardian greinir frá því að gert sé ráð fyrir því að úkraínska sendinefndin hyggist leggja til vopnahléstillögu sem feli í sér bann á flygilda- og eldflaugaárásum auk banns á öllum hernaðaraðgerðum í og yfir Svartahafi.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Sádi-Arabía Tengdar fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. 9. mars 2025 15:41 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. 9. mars 2025 15:41
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37
Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17