Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 12:32 Þorfinnur og Ástrós lifa lífinu saman en í sitthvorri borginni. Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira