Íslenski boltinn

55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rúnar Kristinsson hefur engu gleymt.
Rúnar Kristinsson hefur engu gleymt. Vísir/Viktor Freyr

Knattspyrnugoðsögnin Rúnar Kristinsson hefur engu gleymt þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tæpum tveimur áratugum. Hann sýndi snilli sína í æfingaferð Fram.

Rúnar er þjálfari Fram sem býr sig undir komandi átök í Bestu deildinni í æfingaferð á Spáni. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að Rúnar hefur litlu gleymt þrátt fyrir að leikmannsferlinum hafi lokið árið 2007.

Hann skorar þar beint úr aukaspyrnu, sem hann smyr í skeytin. Spyrnurnar eru tvær, ein með hægri og önnur með vinstri fæti. Myndskeið af skotum Rúnars má sjá að neðan.

Rúnar lék á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Íslands hönd, milli 1987 og 2004. Hann var leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins þar til Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik árið 2021.

Rúnar lék með KR frá 1986 til 1994 áður en við tók farsæll atvinnumannaferill frá 1995 til 2007. Hann lék fyrir Örgryte í Svíþjóð, Lilleström í Noregi og lengst af með Lokeren frá 2000 til 2007. Hann lauk svo ferlinum hjá KR sumarið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×