Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund skrifa 11. mars 2025 14:10 Nú stendur fyrir dyrum kjör til rektors Háskóla Íslands. Komandi rektor bíður það verkefni að leiða háskólann í gegnum samfélagslegt umrót og efla stuðning almennings og stjórnmálafólks við vísindastörf. Miklu máli skiptir að nýr rektor hafi skýra sýn á grundvallarhlutverk háskóla í samfélagi dagsins í dag. Það er síður en svo sjálfssagt að frjáls og skapandi háskóli sé til staðar í okkar litla samfélagi. Háskólar víða um heim liggja undir árásum, enda eru þeir prímusmótorar gagnrýninnar hugsunar og sköpunar sem er eitthvað sem valdhöfum víða líkar ekki allskostar við. Slík öfl er líka að finna í íslensku samfélagi; öfl sem óttast kraftmikið háskólastarf sem heldur á lofti merki vísinda og málefnalegrar samræðu, öfl sem snúa staðreyndum á hvolf og fara um með boðum um bönnum um það sem má segja og orða. Við þessar aðstæður skiptir mestu máli að rektor sé leiðandi í að skapa menningu innan skólans sem einkennist af trausti, lýðræði, jafnrétti og upplýstum samræðum. Rektor þarf að vera í stakk búinn til að leysa úr læðingi kraft háskólasamfélagsins til góðra verka. Hann, einn og sér, mun ekki leysa úr vandamálum háskólakerfisins hér á landi en hans hlutverk er að efla samtakamáttinn. Þess vegna þarf háskólasamfélagið ekki einn „sterkan“ leiðtoga, heldur þarf það leiðtoga sem eflir öll sem í háskólanum starfa til að tala máli upplýsingar og frjálsrar þekkingarsköpunar. Rektor þarf að hafa áhrif til þess að byggja upp samfélag þar sem traust og samheldni ríkir, þar sem virðing er borin fyrir öllu starfsfólki, stundakennurum, ræstingafólki, akademískum starfsmönnum og fólki sem starfar í stjórnsýslu og stoðkerfi skólans. Við teljum að Björn Þorsteinsson sé best til þess fallinn að leiða Háskóla Íslands á þessari leið. Hann hefur talað skýrt fyrir þeirri sýn sinni að háskólar séu vin í eyðimörk upplýsingaóreiðu, nokkurs konar andrými þar sem nemendum og starfsfólki gefst skjól til að stunda sín fræði og skapa nýja þekkingu og tækifæri. Andrými felur líka í sér þá sýn að í hverskyns sköpun felist andóf og möguleg endurnýjun sem er frumkraftur háskólastarfs. Við undirrituð höfum átt í farsælu og gefandi samstarfi við Björn og erum sannfærð um kosti hans. Sem vinnufélagi er Björn sanngjarn, strangheiðarlegur, vandvirkur og víðsýnn. Hann tekst á við áskoranir, vegur og metur aðstæður, hlustar, sýnir skilning og er tilbúinn til að taka gagnrýna afstöðu og miðla henni. Við teljum hæfileikann til að hlusta og miðla af kostgæfni og heiðarleika einn þann mikilvægasta sem góður rektor þarf að hafa. Í því felst geta til að skapa sátt, opna á sjónarmið og efla upplýsta samræðu. Við treystum Birni til að vinna af heilum hug og krafti að því að byggja brýr skilnings og samstöðu þvert á fræðasvið og efla stöðu háskólans í samfélaginu. Gunnar Þór Jóhannesson, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Katrín Anna Lund, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur fyrir dyrum kjör til rektors Háskóla Íslands. Komandi rektor bíður það verkefni að leiða háskólann í gegnum samfélagslegt umrót og efla stuðning almennings og stjórnmálafólks við vísindastörf. Miklu máli skiptir að nýr rektor hafi skýra sýn á grundvallarhlutverk háskóla í samfélagi dagsins í dag. Það er síður en svo sjálfssagt að frjáls og skapandi háskóli sé til staðar í okkar litla samfélagi. Háskólar víða um heim liggja undir árásum, enda eru þeir prímusmótorar gagnrýninnar hugsunar og sköpunar sem er eitthvað sem valdhöfum víða líkar ekki allskostar við. Slík öfl er líka að finna í íslensku samfélagi; öfl sem óttast kraftmikið háskólastarf sem heldur á lofti merki vísinda og málefnalegrar samræðu, öfl sem snúa staðreyndum á hvolf og fara um með boðum um bönnum um það sem má segja og orða. Við þessar aðstæður skiptir mestu máli að rektor sé leiðandi í að skapa menningu innan skólans sem einkennist af trausti, lýðræði, jafnrétti og upplýstum samræðum. Rektor þarf að vera í stakk búinn til að leysa úr læðingi kraft háskólasamfélagsins til góðra verka. Hann, einn og sér, mun ekki leysa úr vandamálum háskólakerfisins hér á landi en hans hlutverk er að efla samtakamáttinn. Þess vegna þarf háskólasamfélagið ekki einn „sterkan“ leiðtoga, heldur þarf það leiðtoga sem eflir öll sem í háskólanum starfa til að tala máli upplýsingar og frjálsrar þekkingarsköpunar. Rektor þarf að hafa áhrif til þess að byggja upp samfélag þar sem traust og samheldni ríkir, þar sem virðing er borin fyrir öllu starfsfólki, stundakennurum, ræstingafólki, akademískum starfsmönnum og fólki sem starfar í stjórnsýslu og stoðkerfi skólans. Við teljum að Björn Þorsteinsson sé best til þess fallinn að leiða Háskóla Íslands á þessari leið. Hann hefur talað skýrt fyrir þeirri sýn sinni að háskólar séu vin í eyðimörk upplýsingaóreiðu, nokkurs konar andrými þar sem nemendum og starfsfólki gefst skjól til að stunda sín fræði og skapa nýja þekkingu og tækifæri. Andrými felur líka í sér þá sýn að í hverskyns sköpun felist andóf og möguleg endurnýjun sem er frumkraftur háskólastarfs. Við undirrituð höfum átt í farsælu og gefandi samstarfi við Björn og erum sannfærð um kosti hans. Sem vinnufélagi er Björn sanngjarn, strangheiðarlegur, vandvirkur og víðsýnn. Hann tekst á við áskoranir, vegur og metur aðstæður, hlustar, sýnir skilning og er tilbúinn til að taka gagnrýna afstöðu og miðla henni. Við teljum hæfileikann til að hlusta og miðla af kostgæfni og heiðarleika einn þann mikilvægasta sem góður rektor þarf að hafa. Í því felst geta til að skapa sátt, opna á sjónarmið og efla upplýsta samræðu. Við treystum Birni til að vinna af heilum hug og krafti að því að byggja brýr skilnings og samstöðu þvert á fræðasvið og efla stöðu háskólans í samfélaginu. Gunnar Þór Jóhannesson, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Katrín Anna Lund, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun