Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 09:30 Elín Rósa klárar vorið með Valskonum og heldur svo utan. Vísir/Bjarni „Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu. „Stuttu eftir EM hafa þau samband og þetta gerðist frekar fljótt eftir það,“ segir Elín um áhuga þýska liðsins. Hún segist ávallt hafa stefnt á atvinnumennsku en það sé þó snúið að yfirgefa lið Vals. „Já og nei. Maður stefndi alltaf að þessu. En samt er ótrúlega erfitt að fara úr búbblunni hérna í Val þar sem maður hefur verið í sex ár. Og að fara frá fjölskyldunni og svona. En það er mjög gott að hafa Andreu og Díönu þarna,“ segir Elín. Líkt og hún nefnir þá hittir hún hjá þýska liðinu þær Díönu Dögg Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen sem leika með henni í landsliðinu. Það hjálpi til þegar stórt stökk er tekið úr heimahögunum. Díana Dögg hefur verið Elínu innan handar í tengslum við skiptin.Vísir/EPA „Ég er búin að tala við þær báðar og fá allskonar svör við hinum ýmsu spurningum og góð ráð við hlutum sem maður sjálfur hugsaði ekkert endilega út í. Það verður mjög gott að hafa þær,“ „Ég náttúrulega kann ekki stakt orð í þýsku. Díana er sleip þar þannig að hún hefur hjálpað mjög mikið til við að þýða allskonar og það hefur komið sér mjög vel,“ Þú verður á Duolingo næstu mánuðina? „Já, ég er strax byrjuð,“ segir Elín og hlær. Klárar stakan áfanga samhliða atvinnumennskunni Elín Rósa hefur verið burðarás í liði Vals sem hefur raðað inn titlum undanfarin ár. Hún klárar megnið af sálfræðigráðu við HÍ í sumar og segir nú rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hugsaði þetta alveg líka fyrir síðasta tímabil. En þetta er ghóður tímapunktur varðandi námið mitt, sem ég er að klára. Líkamlega og andlega finnst mér ég meira tilbúin núna og finnst ég vera á þeim stað núna að taka næsta skref,“ segir Elín sem er á þriðja ári í sálfræði við Háskóla Íslands en mun eftir vorönnina eiga stakan áfanga eftir sem hún vonast til að klára í haust. „Ég mun eiga einn áfanga eftir. Það er smá vesen en vonandi reddast.“ Lært margt á Hlíðarenda Elín Rósa er 22 ára en hefur verið hjá Val frá árinu 2019. 16 ára gömul skipti hún þangað frá Fylki en segir að erfitt verði að kveðja Valskonur eftir góðan tíma þar. „Það er mjög erfitt. Þetta er orðið mjög mikið comfort zone. Síðustu sex ár hafa verið frábær. Ég hef fengið ótrúlega góð tækifæri og er þakklát fyrir það. Gústi [Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals] er búinn að vera öll þessi ár og hefur kennt mér ótrúlega margt og svo náttúrulega Dagur [Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins] líka og allir aðrir sem koma að þessu,“ segir Elín Vonast til að kveðja með Evróputitli Þrátt fyrir að skiptin í Bundesliguna liggi fyrir er nóg eftir af tímabilinu hér heima. Valskonur eru á toppi Olís-deildarinnar og komnar í undanúrslit EHF-bikarsins. Tap í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum sitja þó aðeins í Elínu. „Klárlega. Þetta var frekar súrt en það er nóg eftir. Við stefnum á að taka næstu titla. Það er tengt frammistöðunni þannig að við einblínum á frammistöðuna. Bara á næstu æfingu og næsta leik sem er alltaf það mikilvægasta,“ segir Elín. Klippa: Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Það væri ekki amalegt að kveðja með Íslandsmeistaratitli og hvað þá Evróputitli? „Nei, það væri ekki leiðinlegt. En maður tekur einn dag í einu, það er ekki hægt að fara fram úr sér,“ segir Elín. Viðtalið má sjá í heild í neðri spilaranum. Landslið kvenna í handbolta Valur Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
„Stuttu eftir EM hafa þau samband og þetta gerðist frekar fljótt eftir það,“ segir Elín um áhuga þýska liðsins. Hún segist ávallt hafa stefnt á atvinnumennsku en það sé þó snúið að yfirgefa lið Vals. „Já og nei. Maður stefndi alltaf að þessu. En samt er ótrúlega erfitt að fara úr búbblunni hérna í Val þar sem maður hefur verið í sex ár. Og að fara frá fjölskyldunni og svona. En það er mjög gott að hafa Andreu og Díönu þarna,“ segir Elín. Líkt og hún nefnir þá hittir hún hjá þýska liðinu þær Díönu Dögg Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen sem leika með henni í landsliðinu. Það hjálpi til þegar stórt stökk er tekið úr heimahögunum. Díana Dögg hefur verið Elínu innan handar í tengslum við skiptin.Vísir/EPA „Ég er búin að tala við þær báðar og fá allskonar svör við hinum ýmsu spurningum og góð ráð við hlutum sem maður sjálfur hugsaði ekkert endilega út í. Það verður mjög gott að hafa þær,“ „Ég náttúrulega kann ekki stakt orð í þýsku. Díana er sleip þar þannig að hún hefur hjálpað mjög mikið til við að þýða allskonar og það hefur komið sér mjög vel,“ Þú verður á Duolingo næstu mánuðina? „Já, ég er strax byrjuð,“ segir Elín og hlær. Klárar stakan áfanga samhliða atvinnumennskunni Elín Rósa hefur verið burðarás í liði Vals sem hefur raðað inn titlum undanfarin ár. Hún klárar megnið af sálfræðigráðu við HÍ í sumar og segir nú rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hugsaði þetta alveg líka fyrir síðasta tímabil. En þetta er ghóður tímapunktur varðandi námið mitt, sem ég er að klára. Líkamlega og andlega finnst mér ég meira tilbúin núna og finnst ég vera á þeim stað núna að taka næsta skref,“ segir Elín sem er á þriðja ári í sálfræði við Háskóla Íslands en mun eftir vorönnina eiga stakan áfanga eftir sem hún vonast til að klára í haust. „Ég mun eiga einn áfanga eftir. Það er smá vesen en vonandi reddast.“ Lært margt á Hlíðarenda Elín Rósa er 22 ára en hefur verið hjá Val frá árinu 2019. 16 ára gömul skipti hún þangað frá Fylki en segir að erfitt verði að kveðja Valskonur eftir góðan tíma þar. „Það er mjög erfitt. Þetta er orðið mjög mikið comfort zone. Síðustu sex ár hafa verið frábær. Ég hef fengið ótrúlega góð tækifæri og er þakklát fyrir það. Gústi [Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals] er búinn að vera öll þessi ár og hefur kennt mér ótrúlega margt og svo náttúrulega Dagur [Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins] líka og allir aðrir sem koma að þessu,“ segir Elín Vonast til að kveðja með Evróputitli Þrátt fyrir að skiptin í Bundesliguna liggi fyrir er nóg eftir af tímabilinu hér heima. Valskonur eru á toppi Olís-deildarinnar og komnar í undanúrslit EHF-bikarsins. Tap í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum sitja þó aðeins í Elínu. „Klárlega. Þetta var frekar súrt en það er nóg eftir. Við stefnum á að taka næstu titla. Það er tengt frammistöðunni þannig að við einblínum á frammistöðuna. Bara á næstu æfingu og næsta leik sem er alltaf það mikilvægasta,“ segir Elín. Klippa: Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Það væri ekki amalegt að kveðja með Íslandsmeistaratitli og hvað þá Evróputitli? „Nei, það væri ekki leiðinlegt. En maður tekur einn dag í einu, það er ekki hægt að fara fram úr sér,“ segir Elín. Viðtalið má sjá í heild í neðri spilaranum.
Landslið kvenna í handbolta Valur Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn