Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Árni Sæberg skrifar 11. mars 2025 15:40 Aðgerðir lögreglu beindust meðal annars að Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins sé á frumstigum og málið sé rannsakað sem manndráp. Fimm séu í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“ Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvik málsins áttu sér stað en Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sérsveitin hefði verið send á vettvang í Þorlákshöfn en vísaði að öðru leyti á Lögregluna á Suðurlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvar maðurinn lést. Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald fyrir þeim fimm sem voru handteknir. Enn sé verið að ná utan um atvik málsins. Lögregla hefur heimild til þess að halda mönnum í sólarhring án þess að gæsluvarðhaldsúrskurður liggi fyrir. Að öðru leyti kveðst hann ekkert geta tjáð sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt heimildum fréttastofu stöðvaði lögregla ökumenn á leið til og frá Þorlákshöfn í Þrengslum á þriðja tímanum í nótt. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að maðurinn hefði látist í Þorlákshöfn. Það hefur ekki fengist staðfest hvar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi maðurinn lést. Lögreglumál Ölfus Manndráp í Gufunesi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins sé á frumstigum og málið sé rannsakað sem manndráp. Fimm séu í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“ Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvik málsins áttu sér stað en Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sérsveitin hefði verið send á vettvang í Þorlákshöfn en vísaði að öðru leyti á Lögregluna á Suðurlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvar maðurinn lést. Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald fyrir þeim fimm sem voru handteknir. Enn sé verið að ná utan um atvik málsins. Lögregla hefur heimild til þess að halda mönnum í sólarhring án þess að gæsluvarðhaldsúrskurður liggi fyrir. Að öðru leyti kveðst hann ekkert geta tjáð sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt heimildum fréttastofu stöðvaði lögregla ökumenn á leið til og frá Þorlákshöfn í Þrengslum á þriðja tímanum í nótt. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að maðurinn hefði látist í Þorlákshöfn. Það hefur ekki fengist staðfest hvar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi maðurinn lést.
Lögreglumál Ölfus Manndráp í Gufunesi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira