„Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 14:31 Snorri Steinn Guðjónsson stýrir íslensku liði í dag sem er töluvert frábrugðið því sem var á HM í janúar. vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, stýrir löskuðu liði sem mætir Grikklandi ytra í undankeppni EM síðar í dag. Töluverð meiðsli herja á íslenska hópinn en Snorri kveðst hafa trú á þeim mönnum sem eru til staðar. Níu leikmenn sem fóru á HM í janúar síðastliðnum eru fjarverandi vegna meiðsla en þeir spanna allar stöður vallarins. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er frá auk Bjarka Már Elíssonar, Elvars Arnar Jónssonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Hægra megin eru þrjár skyttur frá, Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teitur Örn Einarsson auk línumannana Arnars Freys Arnarssonar og Sveins Jóhannssonar. Þá bárust af því fréttir í gærkvöld að Aron Pálmarsson geti ekki spilað leik dagsins vegna kálfameiðsla. Snorri Steinn þarf því að treysta á frábrugðinn hóp í komandi leikjum við Grikki. „Við erum með sextán menn heila og það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik. Auðvitað var smá hausverkur að velja liðið en eftir að það var klárt hætti ég að velta því fyrir mér að því hverja vantaði. Fór bara að einbeita mér að því sem ég er með í höndunum og þessum leik,“ segir Snorri Steinn. Þarf að velja og hafna áherslum Meiðslin hafi vissulega áhrif á undirbúning en Snorri Steinn kveðst hafa fulla trú á hópnum sem er til staðar. „Þetta hefur áhrif. Þú labbar ekkert inn í þá hluti sem þú varst að gera í janúar, kannski hlutir sem þú ætlaðir að byggja á og gengu vel þá. Það er ekkert langt síðan það var, auðvitað hefði það verið best og ákjósanlegast. En það er bara ekki staðan. Ég vissi alveg að það væru margir tæpir þó ég hafi kannski gert mér vonir um að einhverjir af þeim myndu ná þessum leikjum,“ „En um leið og þetta lá fyrir og ég valdi hópinn hætti ég að velta því fyrir mér. Úr því sem ég hef úr að vleja er þetta sterkasta liðið okkar í dag og við þurfum bara að einbeita okkur að því. Við getum ekki verið að tala um það endalaust. Við höfum bara nýtt þessar tvær æfingar eins vel og hægt er. Það þarf auðvitað aðeins að velja og hafna, þú kannski getur ekki farið yfir alla hluti og þú þarft að koma einhverjum inn í hlutina sem hafa ekki verið eins mikið inni í þeim eins og aðrir,“ segir Snorri Steinn. Ísland mætir Grikklandi klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski hópurinn sem mætir Grikklandi Markverðir: Ísak Steinsson, Drammen (0/0) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (281/25) Aðrir leikmenn: Andri Rúnarsson, Leipzig (2/0) Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0) Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/0) Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124) Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56) Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164) Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (33/61) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (24/74) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225) Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18) Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (100/44) Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Níu leikmenn sem fóru á HM í janúar síðastliðnum eru fjarverandi vegna meiðsla en þeir spanna allar stöður vallarins. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er frá auk Bjarka Már Elíssonar, Elvars Arnar Jónssonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Hægra megin eru þrjár skyttur frá, Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teitur Örn Einarsson auk línumannana Arnars Freys Arnarssonar og Sveins Jóhannssonar. Þá bárust af því fréttir í gærkvöld að Aron Pálmarsson geti ekki spilað leik dagsins vegna kálfameiðsla. Snorri Steinn þarf því að treysta á frábrugðinn hóp í komandi leikjum við Grikki. „Við erum með sextán menn heila og það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik. Auðvitað var smá hausverkur að velja liðið en eftir að það var klárt hætti ég að velta því fyrir mér að því hverja vantaði. Fór bara að einbeita mér að því sem ég er með í höndunum og þessum leik,“ segir Snorri Steinn. Þarf að velja og hafna áherslum Meiðslin hafi vissulega áhrif á undirbúning en Snorri Steinn kveðst hafa fulla trú á hópnum sem er til staðar. „Þetta hefur áhrif. Þú labbar ekkert inn í þá hluti sem þú varst að gera í janúar, kannski hlutir sem þú ætlaðir að byggja á og gengu vel þá. Það er ekkert langt síðan það var, auðvitað hefði það verið best og ákjósanlegast. En það er bara ekki staðan. Ég vissi alveg að það væru margir tæpir þó ég hafi kannski gert mér vonir um að einhverjir af þeim myndu ná þessum leikjum,“ „En um leið og þetta lá fyrir og ég valdi hópinn hætti ég að velta því fyrir mér. Úr því sem ég hef úr að vleja er þetta sterkasta liðið okkar í dag og við þurfum bara að einbeita okkur að því. Við getum ekki verið að tala um það endalaust. Við höfum bara nýtt þessar tvær æfingar eins vel og hægt er. Það þarf auðvitað aðeins að velja og hafna, þú kannski getur ekki farið yfir alla hluti og þú þarft að koma einhverjum inn í hlutina sem hafa ekki verið eins mikið inni í þeim eins og aðrir,“ segir Snorri Steinn. Ísland mætir Grikklandi klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski hópurinn sem mætir Grikklandi Markverðir: Ísak Steinsson, Drammen (0/0) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (281/25) Aðrir leikmenn: Andri Rúnarsson, Leipzig (2/0) Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0) Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/0) Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124) Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56) Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164) Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (33/61) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (24/74) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225) Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18) Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (100/44)
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira