Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Jón Ísak Ragnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 11. mars 2025 17:41 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir teygðu sig yfir í Kópavog í dag, þegar maður var handtekinn eftir eftirför lögreglu. Vísir/Sigurjón Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar frá því skömmu fyrir níu í morgun. Þar segir að skömmu fyrir miðnætti hafi lögreglunni á Suðurlandi borist tilkynning um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hafði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Lögregla hafi þegar hafi eftirgrennslan og beindist grunur fljótt að því að um frelsissviptingu að ræða. Maðurinn fannst síðan snemma í gærmorgun utan dyra við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann hafi verið þungt haldinn og látist skömmu eftir komu á slysadeild. „Rannsókn málsins er skammt á veg komin og heldur áfram af fullum þunga. Alls hafa átta einstaklingar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar en hún beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið látnir lausir,“ segir lögreglan á Suðurlandi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en einnig komu lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra að henni. Áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot Einhverjir þeirra átta hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Sá yngsti sem var handtekinn er 18 ára gamall en á meðal hinna handteknu er einnig þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri. Sá var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu í Kópavogi síðdegis. Málið er talið tengjast fjárkúgun. Samkvæmt heimildum er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri og búsettur í Þorlákshöfn. Hópurinn á að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengið í skrokk á honum. Í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar frá því skömmu fyrir níu í morgun. Þar segir að skömmu fyrir miðnætti hafi lögreglunni á Suðurlandi borist tilkynning um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hafði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Lögregla hafi þegar hafi eftirgrennslan og beindist grunur fljótt að því að um frelsissviptingu að ræða. Maðurinn fannst síðan snemma í gærmorgun utan dyra við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann hafi verið þungt haldinn og látist skömmu eftir komu á slysadeild. „Rannsókn málsins er skammt á veg komin og heldur áfram af fullum þunga. Alls hafa átta einstaklingar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar en hún beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið látnir lausir,“ segir lögreglan á Suðurlandi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en einnig komu lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra að henni. Áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot Einhverjir þeirra átta hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Sá yngsti sem var handtekinn er 18 ára gamall en á meðal hinna handteknu er einnig þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri. Sá var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu í Kópavogi síðdegis. Málið er talið tengjast fjárkúgun. Samkvæmt heimildum er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri og búsettur í Þorlákshöfn. Hópurinn á að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengið í skrokk á honum. Í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Lögreglumál Ölfus Kópavogur Reykjavík Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 11. mars 2025 15:40 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talinn tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 11. mars 2025 15:40
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talinn tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01